Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Eiður Þór Árnason skrifar 1. júní 2021 15:30 Innflutningur á nýjum bílum færist í aukanna. Vísir/Vilhelm Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt Bílgreinasambandsins. Af þeim 1.338 fólksbílum sem voru nýskráðir í maí voru 460 seldir til einstaklinga og nam 24,3% aukningu milli ára. Það sem af er ári hafa selst 2.100 nýir fólksbílar til einstaklinga samanborið við 2.014 í fyrra. Sala til ökutækjaleiga tók við sér í maí og seldust 750 nýir fólksbílar til slíkra fyrirtækja samanborið við 47 á sama tíma í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins hafa verið skráðir 1.310 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 628 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga 108,6%. KIA hreppti vinninginn í maí Nýorkubílar, á borð við rafmagns-, tengiltvinn-, hybrid-, metanbíla, eru 62,4% allra seldra nýrra fólksbíla á þessu ári en hlutfallið var rétt tæplega 60% á sama tímabili í fyrra. 21,2% nýskráðra fólksbíla það sem af er ári eru rafmagnsbílar, 24,3% tengitvinnbílar og 16,94% hybrid. Í maí var KIA mest selda tegundin með 239 selda fólksbíla. Þar á eftir kemur Toyota með 225 selda fólksbíla og Suzuki með 166 nýskráða fólksbíla. Almenn fyrirtæki, að ökutækjaleigum undanskildum, keyptu 123 nýja fólksbíla í maí en 97 í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 776 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja og fjölgar þeim um 11% milli ára. Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum tölum úr maímánuði eftir að Bílgreinasambandið gerði grein fyrir villum í samantekt sinni sem fréttin byggði á. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hlutfall nýorkubíla hafi lækkað milli ára en svo reyndist ekki vera.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira