Jón Arnór og Baldur gefa út lagið Alla leið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 09:08 Jón Arnór og Baldur láta sig dreyma um að koma fram einn daginn á stóra sviðinu á Þjóðhátíð. Bylgjan Vinirnir Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arnarsson voru að senda frá sér lagið, Alla leið. Þeir eru 13 og 14 ára gamlir og sömdu lagið og textann sjálfir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir víðtæka reynslu af tónlist, dansi og leiklist. Þeir spila báðir á gítar og sömdu lagið Alla leið á gítar en Halldór Fjallabróðir sá um upptökur í stúdíói. Valgeir í Mammút spilaði þar á trommur í laginu. „Þetta er indípopprokkblanda,“ sögðu strákarnir um lagið í Bítinu á Bylgjunni. Á meðal þeirra fyrirmynda í tónlist eru Jón Jónsson, Friðrik Dór og Ingó Veðurguð. View this post on Instagram A post shared by Jón Arnór og Baldur (@jonarnor_og_baldur) Jón Arnór hefur leikið fyrir Krakka RÚV, í söngleiknum Matthildi, söngleiknum Kardimommubænum, sjónvarpsþáttunum Ófærð og svo var hann í öðru sæti fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent. Í framhaldinu hélt hann töfrasýningar víðsvegar um landið á bæjarhátíðum, árshátíðum og fjölskylduskemmtunum. Baldur lék líka í Matthildi og fyrir Krakka RÚV ásamt því að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum og fleiri verkefnum. Hann leikur nú í Níu líf og fer þar með hlutverk Bubba á yngri árum. Einnig hefur hann talsett í Disney teiknimynd og teiknimyndir eins og Hvolpasveitina. Báðir hafa þeir verið í Sönglist í Borgarleikhúsinu. Lagið Alla leið er komið á Spotify en var líka spilað í Bítinu þegar Jón Arnór og Baldur mættu þangað í viðtal og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir víðtæka reynslu af tónlist, dansi og leiklist. Þeir spila báðir á gítar og sömdu lagið Alla leið á gítar en Halldór Fjallabróðir sá um upptökur í stúdíói. Valgeir í Mammút spilaði þar á trommur í laginu. „Þetta er indípopprokkblanda,“ sögðu strákarnir um lagið í Bítinu á Bylgjunni. Á meðal þeirra fyrirmynda í tónlist eru Jón Jónsson, Friðrik Dór og Ingó Veðurguð. View this post on Instagram A post shared by Jón Arnór og Baldur (@jonarnor_og_baldur) Jón Arnór hefur leikið fyrir Krakka RÚV, í söngleiknum Matthildi, söngleiknum Kardimommubænum, sjónvarpsþáttunum Ófærð og svo var hann í öðru sæti fyrstu þáttaröð af Ísland Got Talent. Í framhaldinu hélt hann töfrasýningar víðsvegar um landið á bæjarhátíðum, árshátíðum og fjölskylduskemmtunum. Baldur lék líka í Matthildi og fyrir Krakka RÚV ásamt því að hafa farið með hlutverk í kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum og fleiri verkefnum. Hann leikur nú í Níu líf og fer þar með hlutverk Bubba á yngri árum. Einnig hefur hann talsett í Disney teiknimynd og teiknimyndir eins og Hvolpasveitina. Báðir hafa þeir verið í Sönglist í Borgarleikhúsinu. Lagið Alla leið er komið á Spotify en var líka spilað í Bítinu þegar Jón Arnór og Baldur mættu þangað í viðtal og má hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“