„Stundum ganga hlutirnir ekki upp,“ er hefur People eftir leikaranum. Hann óskar einnig Molly alls hins besta. Parið hefur verið saman frá árinu 2018 en trúlofuðu sig á síðasta ári.
Friends leikararnir Matthew Perry, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer komu fram í sérstökum þætti á HBO Max á dögunum. Í þessum Friends endurfundi komu þau fram öll sex saman í fyrsta sinn opinberlega síðan þættirnir hættu í sýningu fyrir sautján árum síðan.
Einhverjir aðdáendur höfðu áhyggjur af heilsu og líðan Perry eftir að þátturinn var sýndur. Ben Winston leikstjóri endurfundarþáttarins sagði í gær við Hollywood Reporter að Perry hefði það gott. Winston gagnrýndi þó að fólk væri að skrifa neikvæða hluti um hann á Twitter.
I really hope Matthew Perry is doing okay #FriendsReunion pic.twitter.com/OYWDihokHW
— (@ShravaniiJ) May 28, 2021
One thing that made me sad watching the Friends Reunion was seeing how unhappy Matthew Perry looked. Chandler is my all time favourite TV show character and to see the man who played the character like that really breaks my heart. I hope he's okay.
— vikarworld (@vikarworld) May 28, 2021
Eftir að þátturinn var sýndur sagði Kevin Bright framleiðandi Friends að Perry hefði nú verið sterkari og betri en síðast þegar hann hafði hitt hann. Perry hefur í gegnum árin talað opinskátt um baráttu sína við fíkn og hefur farið nokkrum sinnum í meðferð.