Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 14:30 Viðmælendur fréttastofu drifu sig allir af stað til þess að ná nú örugglega að láta bólusetja sig. Vísir Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Fjórir hópar voru dregnir til bólusetningar í gær, karlar fæddir 1999 og konur fæddar 1982 komu fyrst upp úr fötunni. Konur fæddar 1996 og karlar fæddir 1987 fylgdu svo í kjölfarið. Ólafur Snær Heiðarsson pípulagninganemi var á klósettinu þegar hann fékk boðun í bólusetningu. Hann brást spenntur við fréttunum um að nú fengi hann bólusetningu. „Ég rauk af stað, kláraði þetta og negldi í Laugardalshöllina,“ sagði hann í samtali við fréttastofu fyrir utan Laugardalshöll, þar sem bólusetningar fyrir höfuðborgarsvæðið fara fram. Hann segist hafa látið jafnaldra sína vita af boðuninni. „Við vorum þrír á leiðinni á sitthvorum tíma og erum núna að fara að fagna,“ sagði hann glaður í bragði. Eins og langþráður saumaklúbbur Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, hrósaði happi yfir því að hafa verið á fundi í Borgartúni þegar henni barst bólusetningarboðun. „Það var ekki langt að fara, þannig að ég hljóp bara til, nánast alla leið,“ sagði Ásta. Henni reiknaðist til að hún hafi verið um fjórar mínútur á leiðinni úr Borgartúni í höllina. Hún segir stemninguna hafa líkst árgangamóti kvenna fæddra 1982 þegar komið var inn í höllina. „Þetta var svona eins og að mæta í saumaklúbb sem maður er búinn að sakna í þessu Covid-ástandi. Hitti fullt af flottu fólki, líka yngri strákana sem voru að mæta,“ sagði Ásta en karlar fæddir 1999 fengu boðun á sama tíma og konur fæddar 1982. Daníel Freyr Oddsson sendibílstjóri segist hafa fengið skilaboð um að mæta klukkan 14:40. Þau skilaboð hafi borist fimm mínútum eftir settan mætingartíma. Hann hafi farið í hendingskasti niður í höll. „Ég hélt að ég væri að fara að missa af þessu ef ég myndi ekki bruna hingað,“ sagði hann og taldi sig heppinn að fá boðunina. Hann væri á leið til útlanda á næstunni og þá væri betra að vera bólusettur. Gæti hafa keyrt dálítið hratt Leikkonan Aníta Briem segist hafa verið einstaklega spennt að fá bólusetningu, en hún var á meðal þeirra sem fengu boðun í gær, enda fædd 1982. „Ég hljóp út í bíl, brunaði og hljóp svo hingað,“ segir Aníta sem segist mögulega hafa verið aðeins of stuttan tíma á leiðinni að heiman, svona ef miðað er við löglegan hámarkshraða. „Maður er í mikilli forréttindastöðu að vera á Íslandi og vera í svona ótrúlega góðum höndum,“ sagði Aníta, sem var eins og aðrir sem fréttastofa ræddi við afar ánægð með boðunina. Ekki of seint Af myndum sem fréttastofa tók í gær við höllina voru fleiri en ofangreindir viðmælendur sem höfðu hraðann á, biðu ekki boðanna og drifu sig eins og hægt var. Sjá mátti fjölda fólks haska sér í humátt að höllinni eða hreinlega hlaupa eins og fætur toguðu, til að missa ekki af bólusetningunni. Þrátt fyrir þann mikla handagang sem myndaðist í öskjunni vegna skyndiboðana gærdagsins er ekki þar með sagt að öll von sé úti fyrir þau sem boðuð voru í gær en sáu sér ekki fært að mæta. Þeir hópar sem dregnir voru í gær hafa nefnilega líka verið boðaðir í bólusetningu í dag, og því ætti að gefast rýmri tími til að gera ráðstafanir fyrir þá hópa sem unnu í „bólusetningarlottóinu,“ eins og sumir hafa kallað fyrirkomulagið.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira