Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við lögreglu sem lítur málið alvarlegum augum.

Þá fer fréttamaður okkar í Vesturbæinn og skoðar aðstæður á Bræðraborgarstíg en íbúar þar hafa margsinnis kvartað yfir ástandinu við húsið sem brann fyrir tæpu ári. Það stendur enn með öllu innbúi, þar á meðal matarleifum og tilheyrandi óþrifnaði. Íbúi sem býr á móti segir þessu fylgja ólykt og gríðarlega erfiðar minningar.

Rætt verður við Bergþór Ólason í fréttatímanum, formann umhverfis- og samgöngunefndar, sem segir frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs dauðadæmt. Hann segist eiga vona á því að málinu verði skipt út fyrir þingsályktunartillögu.

Þá verður fjallað um hækkun bankavaxta, aukna klámneyslu ungmenna og margt fleira. Kvöldfréttir á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×