Segir hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2021 09:01 Það er mikil pressa á Seiko Hashimoto þessa dagana en hún er hundrað prósent viss um að ÓL 2020 fari fram í Tókýó í sumar. AP/Koji Sasahara Forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó hefur fullvissað heiminn um það að leikarnir munu fara fram í sumar þrátt fyrir erfiða stöðu í kórónufaraldrinum í Japan. Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Ólympíuleikunum í Tókýó hefur þegar verið frestað einu sinni en þeir áttu að fara fram síðasta sumar. Japanar hafa aftur á móti misst tökin á heimafaraldrinum síðustu mánuði og gengur líka óvenju illa að bólusetja. Gagnrýni hefur því aukist mikið á það að þjóðin ætli sér þrátt fyrir öll vandræðin að hýsa stærsta íþróttamót í heimi. Exclusive interview with Tokyo 2020 President Seiko Hashimoto, who told me Olympics are '100%' going ahead https://t.co/OLrXU8QJAb— Laura Scott (@LauraScott__) June 3, 2021 Japanska þjóðin vill aflýsa Ólympíuleikunum í sumar og læknar segjast ekki geta unnið við Ólympíuleikanna vegna anna í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðaólympíunefndin og undirbúningsnefndin keppast nú við að eyða öllum vafa. Nú síðast hefur Seiko Hashimoto, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna, stigið fram og sagt að það séu hundrað prósent líkur á því að Ólympíuleikarnir fari fram en að fólk verði að búa sig undir það að það verði engir áhorfendur í stúkunni. „Ég tel að það séu hundrað prósent líkur á því að við höldum þessa Ólympíuleika. Spurning núna er bara um hvernig við ætlum að halda öruggari leika,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Olympics chief says Games will proceed after Covid official voices concerns. By @justinmccurry https://t.co/7Fdp2WgANm— Guardian sport (@guardian_sport) June 3, 2021 „Japanska þjóðin er óörugg vegna ástandsins og á sama tíma pirruð út í okkur fyrir að vera að tala um Ólympíuleika á svona stundu og fyrir vikið fá þau sem gagnrýna leikana meiri hljómgrunn,“ sagði Seiko. „Okkar helsta áskorun er að stjórna og ráða við flæði fólks. Ef að hópsýning kæmi upp á leikunum sem nær því stigi að vera neyðarástand eða hættuástand þá verðum við að undirbúa okkur fyrir það að halda leikana án áhorfanda,“ sagði Seiko. „Við erum að reyna að búa til búbblu svo við getum mynda öruggt og hættulaust svæði fyrir fólk sem er að koma erlendis frá en um leið fyrir fólkið í Japan,“ sagði Seiko Hashimoto við BBC. Ólympíuleikarnir hefjast 23. júlí eða eftir fimmtíu daga. Only 5 0 days until the Opening Ceremony of the @Olympics! #StrongerTogether #Tokyo2020 pic.twitter.com/hponWG9LfK— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) June 3, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira