Borgarbúar skyldugir til þess að flokka eldhúsúrgang á næstu árum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júní 2021 14:46 Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi verður sett á laggirnar í Reykjavík í september. Reykjavíkurborg Sérstök söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi mun hefjast í Reykjavík í september. Byrjað verður í fjórum hverfum borgarinnar en stefnt er á að geta boðið öllum íbúum þjónustuna fyrir mitt ár 2022. Stefnt er að því að brúna tunnan verði orðin að skyldu innan nokkurra ára. Reykjavíkurborg tók ákvörðun árið 2015 að fara í sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Þegar farið var að vinna þarfagreiningu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina GAJA óskaði Reykjavíkurborg eftir því að stöðin gæti tekið við sérsöfnuðum lífrænum eldhúsúrgangi frá íbúum í Reykjavík, án þess að hann blandist við annan úrgang. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðan á fundi 17. mars síðastliðinn að innleiða brúna tunnu til að safna í flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi. Byrjað í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byrjað verði að bjóða upp á þjónustuna í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti í september 2021. Auk þess verður þjónustan áfram í boði á Kjalarnesi og í Hamrahverfi, en þar hefur söfnunin þegar verið hafin sem hluti af tilraunaverkefni. Stefnt er að því að geta boðið íbúum í öllum hverfum borgarinnar upp á brúna tunnu fyrir mitt ár 2022. Brúna tunnan hefur verið tekin í notkun á Kjalarnesi og í Hamrahverfi. Hún verður aðgengileg öllum borgarbúum um mitt ár 2022.Reykjavíkurborg Sérsöfnun hámarkar gæðin - flokkun heimila góð Í tilkynningu segir að tilgangurinn með sérsöfnun sé að hámarka gæði afurða sem hægt er að vinna. Auk þess að vinna metangas, verði unninn jarðvegsbætir sem stenst kröfur um notagildi og hámarksinnihald mengunarefna. Þannig fást fjölbreyttari möguleikar á endurnýtingu næringarefna sem finnast í lífrænum eldhúsúrgangi. Þá segir að tilraunaverkefni með sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi á Kjalarnesi og í Hamrahverfi hafi sýnt fram á að flokkun heimila sé almennt góð og að lítið sé um aðskotahluti í brúnu tunnunni. Verður hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum Í fyrstu verður boðið upp á brúna tunnu sem frístandandi 140 lítra ílát. En það er sama stærð og á spartunnu sem hefur staðið íbúum til boða og er minni en hefðbundin grá tunna. Þessi stærð hentar við flestar gerðir húsnæðis í borginni. Einnig verður boðið upp á að sækja lífrænan eldhúsúrgang í djúpgáma sem hafa verið að ryðja sér til rúms við fjölbýli undanfarin ár. Gjaldið fyrir brúnu tunnuna án fimmtán metra gjalds verður 10.700 krónur á ári og verður tunnan tæmd á tveggja vikna fresti að jafnaði. Hægt verður að breyta úr 240 lítra grátunnu í spartunnu og því hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum. Gjald vegna spartunnu án fimmtán metra gjalds er 18.400 krónur. Það gerir gjald vegna brúntunu og spartunnu samtals 29.199 krónur á ári. Það er sama gjald og er innheimt fyrir eina 240 lítra gráa sorptunnu í dag. Brúna tunnan mun kosta 10.700 krónur á ári og vera tæmd á tveggja vikna fresti.Reykjavíkurborg Brúna tunnan skylda innan nokkurra ára Breytingar þessar eru í takti við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Í aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum 2021-2025 er hringrásarhugsun ein af megináherslum áætlunarinnar. Ein af fimmtán aðgerðum áætlunarinnar er að urðun verði hætt og mótuð verði heildstæð aðgerðaráætlun um hringrás og endurvinnslu til að styðja við sjálfbærari meðhöndlun úrgangs. Til að byrja með verður þjónustan valkvæð og er byrjað að taka á móti pöntunum á ekkirusl.is. Einnig er hægt að senda póst á sorphirda@reykjavik.is. Gert er ráð fyrir því að brúna tunnan verði orðin að skyldu á öllum heimilum innan nokkurra ára. Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun árið 2015 að fara í sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi. Þegar farið var að vinna þarfagreiningu fyrir gas- og jarðgerðarstöðina GAJA óskaði Reykjavíkurborg eftir því að stöðin gæti tekið við sérsöfnuðum lífrænum eldhúsúrgangi frá íbúum í Reykjavík, án þess að hann blandist við annan úrgang. Umhverfis- og heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti síðan á fundi 17. mars síðastliðinn að innleiða brúna tunnu til að safna í flokkuðum lífrænum eldhúsúrgangi. Byrjað í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að byrjað verði að bjóða upp á þjónustuna í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Norðlingaholti í september 2021. Auk þess verður þjónustan áfram í boði á Kjalarnesi og í Hamrahverfi, en þar hefur söfnunin þegar verið hafin sem hluti af tilraunaverkefni. Stefnt er að því að geta boðið íbúum í öllum hverfum borgarinnar upp á brúna tunnu fyrir mitt ár 2022. Brúna tunnan hefur verið tekin í notkun á Kjalarnesi og í Hamrahverfi. Hún verður aðgengileg öllum borgarbúum um mitt ár 2022.Reykjavíkurborg Sérsöfnun hámarkar gæðin - flokkun heimila góð Í tilkynningu segir að tilgangurinn með sérsöfnun sé að hámarka gæði afurða sem hægt er að vinna. Auk þess að vinna metangas, verði unninn jarðvegsbætir sem stenst kröfur um notagildi og hámarksinnihald mengunarefna. Þannig fást fjölbreyttari möguleikar á endurnýtingu næringarefna sem finnast í lífrænum eldhúsúrgangi. Þá segir að tilraunaverkefni með sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi á Kjalarnesi og í Hamrahverfi hafi sýnt fram á að flokkun heimila sé almennt góð og að lítið sé um aðskotahluti í brúnu tunnunni. Verður hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum Í fyrstu verður boðið upp á brúna tunnu sem frístandandi 140 lítra ílát. En það er sama stærð og á spartunnu sem hefur staðið íbúum til boða og er minni en hefðbundin grá tunna. Þessi stærð hentar við flestar gerðir húsnæðis í borginni. Einnig verður boðið upp á að sækja lífrænan eldhúsúrgang í djúpgáma sem hafa verið að ryðja sér til rúms við fjölbýli undanfarin ár. Gjaldið fyrir brúnu tunnuna án fimmtán metra gjalds verður 10.700 krónur á ári og verður tunnan tæmd á tveggja vikna fresti að jafnaði. Hægt verður að breyta úr 240 lítra grátunnu í spartunnu og því hægt að halda kostnaði vegna sorphirðu óbreyttum. Gjald vegna spartunnu án fimmtán metra gjalds er 18.400 krónur. Það gerir gjald vegna brúntunu og spartunnu samtals 29.199 krónur á ári. Það er sama gjald og er innheimt fyrir eina 240 lítra gráa sorptunnu í dag. Brúna tunnan mun kosta 10.700 krónur á ári og vera tæmd á tveggja vikna fresti.Reykjavíkurborg Brúna tunnan skylda innan nokkurra ára Breytingar þessar eru í takti við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Í aðgerðaráætlun borgarinnar í loftslagsmálum 2021-2025 er hringrásarhugsun ein af megináherslum áætlunarinnar. Ein af fimmtán aðgerðum áætlunarinnar er að urðun verði hætt og mótuð verði heildstæð aðgerðaráætlun um hringrás og endurvinnslu til að styðja við sjálfbærari meðhöndlun úrgangs. Til að byrja með verður þjónustan valkvæð og er byrjað að taka á móti pöntunum á ekkirusl.is. Einnig er hægt að senda póst á sorphirda@reykjavik.is. Gert er ráð fyrir því að brúna tunnan verði orðin að skyldu á öllum heimilum innan nokkurra ára.
Reykjavík Sorpa Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira