Verktökum Veitna umbunað fyrir námssamninga Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 11:10 Frá vinstri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Í bakgrunni eru ánægðir iðnnemar. Veitur Veitur, Samtök iðnaðarins og Skólameistarafélag Íslands hafa tekið höndum saman um útfærslu á því hvernig umbuna megi verktökum í útboðum Veitna fyrir að vera með iðnnema á námssamningi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna og Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að fundin verði útfærsla á því hvernig megi koma fleiri iðnnemum í læri hjá verktökum sem taka þátt í útboðum Veitna. Starfsnám er almennt skilyrði útskriftar úr iðnnámi og því er mikilvægt að fjölga í hópi atvinnurekenda sem taka að sér iðnnema á námssamning. „Veitur ætla að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að gefa þeim verktökum forskot sem eru með iðnnema þegar kemur að útboðum," er haft eftir Gesti Péturssyni, framkvæmdastjóra Veitna. Iðnnám er í mikilli sókn Iðnnemum hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Grettistaki hefur verið lyft í kynningarstarfi og laga- og reglugerðarbreytingum stjórnvalda, í þeim tilgangi að efla iðnnám. Frá 2017 hefur iðnnemum fjölgað um 25% og skólaárið 2019/2020 voru 1.852 umsóknir í iðnnám samþykktar, sem er metfjöldi. Því miður hefur fjöldi þeirra sem bjóða nemum starfssamning ekki fylgt fjölgun iðnnema. Því hafa nemar lent í því að geta ekki útskrifast á tilsettum tíma og þar af leiðandi ekki komist inn á vinnumarkað af fullu afli. Samtök Iðnaðarins vilja nema inn á atvinnumarkað „Samtök iðnaðarins fagna þessu framtaki og telja það virka sem hvatningu til atvinnurekenda að gera fleiri námssamninga við iðnnema. Við vitum að auka þarf framboð á námssamningum til að tryggja að nemendum sé gert kleift að ljúka námi á réttum tíma og þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ er haft eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarfélags Íslands, segir brýnt að auka framboð starfsnáms svo nemendum sé unnt að útskrifast á réttum tíma. Hann telur framtak Veitna einstaklega mikilvægt og bindur vonir við að það verði öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira