Hópsýking hjá hælisleitendum Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 11:39 Hópsýking er komin upp í hópi hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Einhver smitanna kunna að vera gömul smit en öruggt er að fjögur eða fimm þeirra eru ný. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði kann að tengjast málinu. Þórólfur telur ekki ólíklegt að hægt verði að ná utan um hópsmitið en hann segir að tekið geti nokkra daga að sjá fyrir endann á svona hópsýkingum. „Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvernig þetta verður en þetta virðist vera tiltölulega afmarkaður hópur og ekki ljóst hvort þetta teygir anga sína víðar. Þetta tengist eitthvað inn í skóla í Hafnarfirði hugsanlega. Það kemur bara í ljós með rakningu og svo sýnatöku og það verður farið í það á næstu dögum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þess hafa verið dæmi að hælisleitendur og flóttamenn hafi verið látnir mæta afleiðingum ef þeir fara í sýnatöku eða láta bólusetja sig hér á landi, enda er þá í sumum tilvikum komin forsenda fyrir því að vísa þeim úr landi. Þeir hafa því veigrað sér við að fara í sýnatökuna til þess að forðast brottvísun en ekki liggur fyrir að í þessu tilviki sé um slíkan hóp að ræða. „Það eru alls konar sjónarmið sem maður hefur heyrt að séu uppi hjá þessum hópi. Þetta er náttúrulega fólk sem er oft með aðrar skoðanir á til dæmis Covid og smitsjúkdómum og bólusetningum. Það er erfitt að nálgast það út frá þeim vinkli. Svo geta líka komið sjónarmið sem gera það að verkum að það geti breytt stöðu þeirra um alþjóðlega vernd hér, að stjórnvöld geti þá gripið til ráðstafana. Þetta er mjög flókið og það er erfitt að segja hvað er hvað í þessu. En það er greinilegt að við erum með hópa sem eru með aðrar skoðanir og álit á því sem við erum að gera, sem getur gert okkur dálítið erfiðara fyrir, náttúrulega,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Tengdar fréttir Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Sjö greindust með Covid-19 í gær og allir utan sóttkvíar Sjö greindust með Covid-19 í gær. Allir voru utan sóttkvíar við greiningu. 4. júní 2021 10:57
Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46