Auðvelda fólki að fá persónuleg skilaboð og kveðjur frá þekktum Íslendingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 09:01 María Hrund Marinosdóttir og Björgvin Franz Gíslason. Vísir/Vilhelm Stjörnuregn er splunkunýr vefur þar sem notendur geta pantað rafrænar tækifæriskveðjur frá sínum uppáhalds listamanni eða stjörnu. Á bak við fyrirtækið standa Björgvin Franz Gíslason leikari og skemmtikraftur, María Hrund Marínósdóttir umboðsmaður og framkvæmdastjóri Móðurskipsins og Einar Aðalsteinsson leikari. Síðan opnar fljótlega en nú leita þau að fleiri stjörnum á skrá. „Með þessu nýja formi viljum við gefa almenningi, hvar sem hann er á landinu eða í heiminum möguleika á að fá þekkta Íslendinga beint heim í stofu til sín eða símann á einfaldan og fljótlegan máta sem ekki hefur áður þekkst á Íslandi. Með því að færa þessa einstaklinga nær aðdáendum sínum viljum einnig gera þeim kleift að þiggja sanngjana þóknun fyrir vinnu sína á þessu rafræna formi skemmtibransans sem hefur oftar en ekki fallið á milli þilja,“ segir Björgvin Franz í samtali við Vísi. Ákall til stórstjarna Íslands María Hrund segir að nú þegar séu þau komin með marga þekkta listamenn á skrá en vilja endilega fá fleiri til liðs við Stjörnuregn til að stuðla að sem mestri fjölbreytni. „Þar sem að það styttist óðum í að Stjörnuregn fari í loftið viljum við gera ákall til allra stjarna á Íslandi, hvort sem þeir eru leikararar, söngvarar, skemmtikraftar, íþróttamenn og konur, samfélagsmiðlastjörnur eða í raun hverjir þeir sem eiga sér aðdáendur þarna úti.“ Nú þegar er vinsælt að spila kveðjur frá þekktum Íslendingum í brúðkaupum, stórafmælum, útskriftum og við önnur tilefni. Björgvin Franz segir að þekktir Íslendingar vilji auðvitað sinna sínum aðdáendum vel en skilaboð eigi það til týnast eða skila sér ekki á hinum ótal mörgu samfélagsmiðlum stjarnanna, en með þessu móti er einfaldara ð fá persónulegar kveðjur og tryggja að þær skili sér til þess sem pantar. „Við hvetjum allar stjórstjörnur landsins til að setja sig í samband við okkur á stjornuregn@stjornuregn.is svo við getum skapað rafrænt rými fyrir þær á heimasíðunni okkar sem og ný tækifæri innan skemmtanageirans.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Á bak við fyrirtækið standa Björgvin Franz Gíslason leikari og skemmtikraftur, María Hrund Marínósdóttir umboðsmaður og framkvæmdastjóri Móðurskipsins og Einar Aðalsteinsson leikari. Síðan opnar fljótlega en nú leita þau að fleiri stjörnum á skrá. „Með þessu nýja formi viljum við gefa almenningi, hvar sem hann er á landinu eða í heiminum möguleika á að fá þekkta Íslendinga beint heim í stofu til sín eða símann á einfaldan og fljótlegan máta sem ekki hefur áður þekkst á Íslandi. Með því að færa þessa einstaklinga nær aðdáendum sínum viljum einnig gera þeim kleift að þiggja sanngjana þóknun fyrir vinnu sína á þessu rafræna formi skemmtibransans sem hefur oftar en ekki fallið á milli þilja,“ segir Björgvin Franz í samtali við Vísi. Ákall til stórstjarna Íslands María Hrund segir að nú þegar séu þau komin með marga þekkta listamenn á skrá en vilja endilega fá fleiri til liðs við Stjörnuregn til að stuðla að sem mestri fjölbreytni. „Þar sem að það styttist óðum í að Stjörnuregn fari í loftið viljum við gera ákall til allra stjarna á Íslandi, hvort sem þeir eru leikararar, söngvarar, skemmtikraftar, íþróttamenn og konur, samfélagsmiðlastjörnur eða í raun hverjir þeir sem eiga sér aðdáendur þarna úti.“ Nú þegar er vinsælt að spila kveðjur frá þekktum Íslendingum í brúðkaupum, stórafmælum, útskriftum og við önnur tilefni. Björgvin Franz segir að þekktir Íslendingar vilji auðvitað sinna sínum aðdáendum vel en skilaboð eigi það til týnast eða skila sér ekki á hinum ótal mörgu samfélagsmiðlum stjarnanna, en með þessu móti er einfaldara ð fá persónulegar kveðjur og tryggja að þær skili sér til þess sem pantar. „Við hvetjum allar stjórstjörnur landsins til að setja sig í samband við okkur á stjornuregn@stjornuregn.is svo við getum skapað rafrænt rými fyrir þær á heimasíðunni okkar sem og ný tækifæri innan skemmtanageirans.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira