Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 16:30 JPMorgan Chase og Co. er stærsti lánveitandi Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20