Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:26 Birgitta Birgisdóttir og Karlotta Guðjónsdóttir lentu í síðustu vikunni af þremur sem dregið var um í bólusetningarröðun í dag. Þær láta það þó ekki á sig fá og hlakka til að fá sprautu. Vísir Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira