Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 20:14 Helgi Hrafn er efins um reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira