Veður

Víða skúrir og hiti að átján stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Í nótt dregur úr vindi og úrkomu og á morgun verður fremur hægur vindur og stöku skúrir.
Í nótt dregur úr vindi og úrkomu og á morgun verður fremur hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm

Lægð dagsins er staðsett yfir Vesturlandi í morgunsárið og fylgir henni sunnan- og suðaustanátt víða á bilinu fimmtán til þrettán metrum á sekúndu. Sökum nálægðar við lægðarmiðjuna verður hægari vindur þó vestantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag verði rigning suðaustanlands er annars víða skúrir. Hiti verður á bilinu tíu til átján stig yfir daginn, hlýjast norðaustantil.

„Í nótt dregur úr vindi og úrkomu og á morgun verður fremur hægur vindur og stöku skúrir en að mestu bjart austantil og áfram hlýtt í veðri. Seint annað kvöld er síðan von á skilum frá næstu lægð og fer að hvessa og þykkna upp syðst á landinu.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og lítilsháttar væta norðan- og vestantil en bjartviðri suðaustanlands. Hiti 8 til 16 stig.

Á miðvikudag: Austan og norðaustanátt 8-15 m/s en suðlæg átt 5-10 sunnantil eftir hádegi. Rigning og hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s en norðaustan 10-18 norðvestantil. Rigning í flestum landshlutum og hiti víða 8 til 15 stig.

Á föstudag: Norðan átt með rigningu á láglendi norðantil á landinu en bjart með köflum syðra. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag: Suðaustlæg átt og skýjað með köflum en rigning eða súld sunnantil. Hiti 5 til 13 stig.

Á sunnudag: Útlit fyrir suðlæga átt með vætu sunnantil en þurrt að kalla norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×