Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 08:18 Frá vettvangi slyssins 21. júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins. Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins.
Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01