Efast um getu landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 12:00 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir/Egill Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira