Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2021 14:57 Nátthagi er nú hálfþakinn hrauni. Vísir/Vilhelm Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. „Við erum að búa okkur undir það að ferðafólki frá útlöndum fjölgi og við erum að vinna markvisst að því að laga stígana og hafa þetta sem þægilegast og öruggast,“ segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við fréttastofu. Hann hvetur alla til að vera vel búnir þegar þeir koma að gosstöðvunum. Úrkoma síðustu daga hafi bleytt vel upp í jarðveginum á svæðinu og hætta sé á að fólk renni til og slasi sig. Fólk er hvatt til þess að vera vel útbúið þegar það leggur að gosstöðvunum.Vísir/RAX Stórkostlegar myndir „Það er gott að vera með grímur með sér en það er langmikilvægast að fólk sé í góðum skóbúnaði. Það virðist aðalmálið, að fólk sé vel græjað fyrir rigninguna. Það hefur verið mjög blautt hérna síðustu daga, fólk illa skóað og einhverjir hafa runnið til og snúið eða jafnvel brotið ökkla,“ segir Otti. Ljósmyndarar Vísis, Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson, voru á svæðinu um helgina og náðu stórkostlegum myndum af hraunstreyminu niður í Nátthaga og fleiru. Hraunið var ekki minna mikilfenglegt í dagsbirtunni.Vísir/RAX Nýja hraunið aðlagast náttúrunni sem fyrir er og breytir henni til framtíðar.Vísir/RAX Hraunið fellur niður hlíðar og breiðir úr sér á stóru svæði.Vísir/Vilhelm Hraunið rann niður í Nátthaga, yfir vestari varnargarðinn, á laugardag.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48 Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
„Við erum að búa okkur undir það að ferðafólki frá útlöndum fjölgi og við erum að vinna markvisst að því að laga stígana og hafa þetta sem þægilegast og öruggast,“ segir Otti Rafn Sigmarsson, meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni, í samtali við fréttastofu. Hann hvetur alla til að vera vel búnir þegar þeir koma að gosstöðvunum. Úrkoma síðustu daga hafi bleytt vel upp í jarðveginum á svæðinu og hætta sé á að fólk renni til og slasi sig. Fólk er hvatt til þess að vera vel útbúið þegar það leggur að gosstöðvunum.Vísir/RAX Stórkostlegar myndir „Það er gott að vera með grímur með sér en það er langmikilvægast að fólk sé í góðum skóbúnaði. Það virðist aðalmálið, að fólk sé vel græjað fyrir rigninguna. Það hefur verið mjög blautt hérna síðustu daga, fólk illa skóað og einhverjir hafa runnið til og snúið eða jafnvel brotið ökkla,“ segir Otti. Ljósmyndarar Vísis, Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson, voru á svæðinu um helgina og náðu stórkostlegum myndum af hraunstreyminu niður í Nátthaga og fleiru. Hraunið var ekki minna mikilfenglegt í dagsbirtunni.Vísir/RAX Nýja hraunið aðlagast náttúrunni sem fyrir er og breytir henni til framtíðar.Vísir/RAX Hraunið fellur niður hlíðar og breiðir úr sér á stóru svæði.Vísir/Vilhelm Hraunið rann niður í Nátthaga, yfir vestari varnargarðinn, á laugardag.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00 Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48 Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“ Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga. 5. júní 2021 20:00
Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum. 5. júní 2021 13:48
Segir gosið malla áfram líkt og síðustu vikur Ekki hafa orðið miklar breytingar á gosinu í Fagradalsfjalli og er bæði virknin og óróinn svipuð og verið hefur síðustu daga og vikur. „Þetta mallar bara áfram.“ 1. júní 2021 08:17