Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 15:06 Guðmundur Gísli Geirdal getur lagt netin skuldlaus og sæll. Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. Forsaga málsins er sú að þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur Gísli Geirdal út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og eiginkonu hans í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar. Sælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist Grímur Már Þórólfsson skiptastjóri þess að Guðmundur og frú greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði Grímur skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Rágjöf hafi verið röng Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og frú myndu greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í nóvember 2019 og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur áfrýjaði málinu til Landsréttar. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa fengið ranga ráðgjöf á sínum tíma. „Svo ætlaði ég að áfrýja þessu, hafði beðið eftir því í ár og sá að líklega færi bróðurparturinn af því næsta líka í þetta. Svo ég ákvað að hætta við það,“ segir Guðmundur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness um gjafagjörninginn stendur því. Greiddi öllum í topp „Ég bara greiddi þessa upphæð,“ segir Guðmundur og lýsir því hvernig hann hafi gert upp við kröfuhafana einn af öðrum. „Borgaði öllum í topp til að láta þetta ekki eyðileggja fleiri mánuði af lífi mínu.“ Þær upplýsingar fengust frá skiptastjóra að kröfuhafar hafi upphaflega verið fimmtán. Guðmundur hafi gert sjálfur upp við flesta þeirra svo eftir hafi staðið fjórir. Kröfur þeirra námu rúmlega 21 milljón og fengust allar greiddar að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Guðmundur segist hafa selt fasteign sem hann átti til að fjármagna greiðslurnar, þannig hafi allir fengið sitt. „Ég fékk eina til tvær milljónir í afang,“ segir Guðmundur. Saknar sjávar í blíðunni Þannig hafi það endað að hann sé skuldlaus við guð og menn, allavega menn segir Guðmundur. Hann er þó hvergi af baki dottinn þegar kemur að því að sækja miðin. Meiðsli á fæti geri það þó að verkum að hann sé á föstu landi sem stendur. „Það er blíða og ég vildi svo sannarlega vera á sjónum.“ Sjávarútvegur Kópavogur Gjaldþrot Tengdar fréttir Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Forsaga málsins er sú að þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur Gísli Geirdal út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og eiginkonu hans í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar. Sælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist Grímur Már Þórólfsson skiptastjóri þess að Guðmundur og frú greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði Grímur skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Rágjöf hafi verið röng Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og frú myndu greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í nóvember 2019 og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur áfrýjaði málinu til Landsréttar. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa fengið ranga ráðgjöf á sínum tíma. „Svo ætlaði ég að áfrýja þessu, hafði beðið eftir því í ár og sá að líklega færi bróðurparturinn af því næsta líka í þetta. Svo ég ákvað að hætta við það,“ segir Guðmundur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness um gjafagjörninginn stendur því. Greiddi öllum í topp „Ég bara greiddi þessa upphæð,“ segir Guðmundur og lýsir því hvernig hann hafi gert upp við kröfuhafana einn af öðrum. „Borgaði öllum í topp til að láta þetta ekki eyðileggja fleiri mánuði af lífi mínu.“ Þær upplýsingar fengust frá skiptastjóra að kröfuhafar hafi upphaflega verið fimmtán. Guðmundur hafi gert sjálfur upp við flesta þeirra svo eftir hafi staðið fjórir. Kröfur þeirra námu rúmlega 21 milljón og fengust allar greiddar að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Guðmundur segist hafa selt fasteign sem hann átti til að fjármagna greiðslurnar, þannig hafi allir fengið sitt. „Ég fékk eina til tvær milljónir í afang,“ segir Guðmundur. Saknar sjávar í blíðunni Þannig hafi það endað að hann sé skuldlaus við guð og menn, allavega menn segir Guðmundur. Hann er þó hvergi af baki dottinn þegar kemur að því að sækja miðin. Meiðsli á fæti geri það þó að verkum að hann sé á föstu landi sem stendur. „Það er blíða og ég vildi svo sannarlega vera á sjónum.“
Sjávarútvegur Kópavogur Gjaldþrot Tengdar fréttir Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43
Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31