Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 19:04 Auður hefur gefið út yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum Vísir/Daníel Ágústsson Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. Yfirlýsingin birtist á Instagram-síðu Auðs. Þar segist hann hafa farið yfir mörk konu árið 2019 án þess að hafa áttað sig á því fyrr en þau töluðu saman síðar. View this post on Instagram A post shared by Auður (@auduraudur) „Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann að upplifun konunnar sé það sem skipti máli. Samkvæmt henni hafi hann spurt „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en hafi samt verið ágengur við hana. „Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr.“ Þá segir hann að konan hafi hvatt hann til þess að nýta þann vettvang sem hann hefur til að bera ábyrgð á hegðun sinni. „Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk,“ skrifar Auður í yfirlýsingunni. Kveðst hann þá staðráðinn í að læra af þeirri umræðu sem nú fer hátt í samfélaginu, bæta hegðun sína og koma út úr henni sem betri maður, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hafnar „flökkusögum“ „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé,“ skrifar Auðunn en víkur ekki frekar að þeim ásökunum. Þær ásakanir sem um ræðir hafa flestar birst á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ skrifar Auður að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn. MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Yfirlýsingin birtist á Instagram-síðu Auðs. Þar segist hann hafa farið yfir mörk konu árið 2019 án þess að hafa áttað sig á því fyrr en þau töluðu saman síðar. View this post on Instagram A post shared by Auður (@auduraudur) „Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann að upplifun konunnar sé það sem skipti máli. Samkvæmt henni hafi hann spurt „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en hafi samt verið ágengur við hana. „Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr.“ Þá segir hann að konan hafi hvatt hann til þess að nýta þann vettvang sem hann hefur til að bera ábyrgð á hegðun sinni. „Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk,“ skrifar Auður í yfirlýsingunni. Kveðst hann þá staðráðinn í að læra af þeirri umræðu sem nú fer hátt í samfélaginu, bæta hegðun sína og koma út úr henni sem betri maður, eins og hann sjálfur kemst að orði. Hafnar „flökkusögum“ „Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé,“ skrifar Auðunn en víkur ekki frekar að þeim ásökunum. Þær ásakanir sem um ræðir hafa flestar birst á samfélagsmiðlinum Twitter. „Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan,“ skrifar Auður að lokum. Yfirlýsingin í heild sinni: Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn.
Árið 2019 fór ég yfir mörk konu án þess að átta mig á því fyrr en við töluðum saman síðar. Ég tók málið alvarlega, baðst afsökunar og reyndi að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með því að tala við sálfræðing sem mér var bent af á Stígamótum. Upplifun konunnar er það sem skiptir máli. Samkvæmt frásögn hennar spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega?“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en ég hefði átt að hætta fyrr. Hún hefur bæði á Messenger og á Instagram hvatt mig til að nýta þann vettvang sem ég hef til að taka ábyrgð á hegðun minni. Allt frá því þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín. Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk. Ég er staðráðinn í að læra meira ef þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður. Undanfarnar vikur hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé. Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum. Ég veit ekki alveg hvernig næstu vikur eða mánuðir verða en ég veit að ég þarf að setja áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang og ekki sinna öðru á meðan. Auðunn.
MeToo Samfélagsmiðlar Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu