„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 22:54 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hélt sína síðustu eldhúsdagsræðu fyrr í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti. Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Steingrímur talar um eflingu nefndarsviðs og þá sérstaklega fjárstjórnar- og eftirlitshlutverksins. Þar hefur þremur viðbótarsérfræðingum verið bætt við hópinn. Lagaskrifstofa þingsins hefur verið efld með viðbótarlögfræðingi. Þá hefur starf þingflokkana verið eflt með sautján nýjum starfsmönnum og styrkingu fjárgrundvallar. Loks hrósar Steingrímur nýrri skrifstofubyggingu Alþingis. Traust og virðing áunnið fyrirbæri Hann talar um að traust til Alþingis hefði stokkið upp um heil sextán prósentustig. „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri,“ segir Steingrímur. Þá hrósar hann Alþingi fyrir vel unnin störf í Kórónuveirufaraldrinum. Þingið afgreiddi sextíu frumvörp og þingmál sem voru svokölluð Covid-mál, til viðbótar við sín venjulegu störf. Steingrímur segir það vera heiður að vera alþingismaður og varar þá við því að tala niður sitt eigið starf. Það sé eðlilegt að takast á og gagnrýna það sem er gagnrýnisvert, en það sé skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga, því fólki sem hingað er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins,“ segir Steingrímur. Margar eru áskoranir framtíðarinnar Hann nefnir loftslagsvána sem eina stærstu áskorun framtíðarinnar. Þar sé ábyrgð núverandi kynslóðar mest. „Það er stundum sagt að það fyrsta sem deyi í stríði sé sannleikurinn. En mér finnst ekki alltaf þurfa styrjaldir eða vopnuð átök til að sannleikurinn deyi eða lúti lægra haldi.“ Þá séu upplýsingaóreiða og falsfréttir sem flæði um heiminn í krafti tækninnar einnig hættulegar lýðræðinu. Hann segir ískyggilegt hvernig alþjóðleg auðfyrirtæki vakti okkur hvert fótmál, safni óhemju magni af upplýsingum um einkahagi fólks og misfari svo með þær. „Gervigreind er hættulegur húsbóndi, en getur gagnast sem þjónn,“ segir Steingrímur. Hann telur frið og samstöðu vera dýrmætasta djásn hvers samfélags og þá skipti engu máli hvaða magn af fánýtum hlutum er vegið þar á móti.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent