Valsmenn þurfa að gera það í næstu leikjum sem þeim tókst ekki í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 13:31 Sigtryggur Daði Rúnarsson er með 11 mörk úr 16 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann hefur spilað á móti Val í vetur. Vísir/Elín Björg ÍBV tekur á móti Val í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta en það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikum spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2 Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira