Friðlýsing sem verndar lundavarp rétt utan borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 23:37 Eyjan rétt utan Reykjavíkur er varpstöð 10 þúsund lundapara. mynd/vilhelm Lundey í Kollafirði var friðlýst í dag. Í eynni er fjölskrúðugt varp sjófugla, þar á meðal sumra sem eru í bráðri útrýmingarhættu. Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Með friðlýsingunni á að vernda þetta fuglavarp til framtíðar, sér í lagi varpstöð lunda en hátt í 10 þúsund lundapör verpa í eynni. Lundinn telst í bráðri hættu á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands. Auk lundans eru til dæmis teista og æðarfugl, sem verpa í eynni, á válistanum. Lundey er hér fyrir miðju kortsins.vísir/datawrapper Í eynni vex þá fjöldi háplantna, meðal annars haugarfi, vallarsveifgras, túnsúra, túnvingull og brennisóley. Þar má einnig finna vel gróna bletti með sjaldgæfri blöndu gulstarar og haugarfa. Lundey er í eigu ríkisins en var í konungseign fram eftir öldum. Hún liggur í innanverðum Kollafirði milli Geldinganess og Brimness á Kjalarnesi og er hið friðlýsta svæði 1,74 ferkílómetrar og nær það til eyjarinnar, fjörunnar, grunnsævis og hafsbotns umhverfis eyjuna. Eyjar á Kollafirði hafa um langt árabil verið á náttúruminjaskrá, þ.e. Þerney, Lundey, Engey og Akurey, sem var friðlýst í maí 2019. Friðlýstu Lundey í Viðey Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Undirritunin fór fram í Viðey, næstu eyju sunnan við Lundey, að viðstöddum borgarstjóranum í Reykjavík, formanni umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar, starfsfólki ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar ásamt aðilum úr samstarfshópi um friðlýsinguna. Frá friðlýsingunni í dag.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Akurey á Kollafirði var fyrsta svæðið sem friðlýst var í átaki í friðlýsingum sem ég hratt af stað árið 2018 og nú er komið að systur hennar, Lundey. Hún ber nafn með rentu enda er eyjan mikilvægt bú- og varpsvæði lundans sem á undir högg að sækja og er friðlýsingin liður í að vernda tegundina hér á Íslandi,“, sagði Guðmundur Ingi í tilkynningu. Í henni segir að við ákvörðun um friðlýsinguna hafi verið höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Umhverfismál Dýr Fuglar Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira