Sjónarspilið verður sífellt minna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 19:08 vísir/vilhelm Sjónarspilið við gosstöðvarnar verður sífellt minna að sögn Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors hjá Jarðvísindastofnun. Hann segist hafa það á tilfinningunni að gosið eigi eftir að halda áfram í nokkur ár en hraun myndi þá óhjákvæmilega renna yfir Suðurstrandarveg. Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Það hefur farið fram hjá fáum að dregið hefur verulega úr kvikustrókavirkni gossins síðustu daga. Það hefur þó ekki dregið úr hraunrennsli frá gígnum heldur hafa myndast einangraðar rásir undir hrauninu sem veita kvikunni farveg. Þorvaldur Þórðarson ræddi gosið í Reykjavík síðdegis í dag. Spurður hvort sjónarspilið við gosstöðvarnar ætti eftir að verða minna sagði hann: „Það dregur heldur úr því held ég.“ Hraunið rennur allt undir skorpunni Hann útskýrði hvernig rennandi hraunið hefur búið sér til afmarkaða farvegi undir hörðu yfirborðinu, sem það á greiða leið um. Megnið af hrauninu losni þannig frá gígnum án þess að það sjáist þegar horft er á gosstöðvarnar. „Þetta sem við sjáum á yfirborðinu er bara skorpa, efst er hún stökk og síðan er hún deig undir. Deigi hlutinn hann heldur yfirborðinu alveg uppi og þar undir er meira og minna rennandi hraun sem að er í ákveðnum innri rásum,“ sagði Þorvaldur. Og þetta þýðir að hraunið dreifir meira úr sér: „Hitatapið minnkar og því heitari og meira þunnfljótandi verður kvikan þegar hún kemur út úr flutningskerfinu. Þá á hún auðveldara með að dreifa sér og lengja hraunið sem vex þá bara smátt og smátt.“ Hér má sjá magnaðar myndir frá gosstöðvunum í gær sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók með dróna: Hefur langt gos á tilfinningunni Spurður hvort hraunið eigi þá eftir að renna yfir Suðurstrandarveg segir hann: „Það fer alveg eftir því hvað gosið stendur lengi. Ef að eins og mig grunar að þetta gos muni halda áfram í ekki bara mánuði heldur einhver ár, þá er það auðvitað óumflýjanlegt að það fari niður að Suðurstrandarvegi.“ Það muni þó ekki gerast alveg á næstunni heldur mun taka töluverðan tíma fyrir hraunið að ná niður að veginum. Finnst þér líklegt að gosið verði í nokkur ár? „Ég hef það svona á tilfinningunni þó maður geti auðvitað ekkert sagt um það því að náttúran hefur sína hentisemi á hlutunum. En það er ekkert sem segir okkur að gosið sé að stöðvast. Framleiðnin er enn þá sú sama, Og eins og ég segi að flutningskerfið í hrauninu er að einangra sig betur og gígurinn er að einangra sig betur þannig að það er allt saman eitthvað sem stuðlar að því að gera þetta að þannig gosi að það geti búið til tiltölulega langt hraun og það ætti þá auðvelt með að fara alla leið niður í sjó.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hraunfossar og kraumandi hraun í ótrúlegum loftmyndum af gosinu Þó hátt í þrír mánuðir séu liðnir frá því að gos hófst í Geldingadölum á Reykjanesskaga vekur gosið enn mikla athygli og fjöldi fólks leggur leið sína á gosstöðvarnar til þess að berja sjónarspilið augum. 8. júní 2021 21:11
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57