Viðkomandi var einn með annan vinning en vegna kerfisbreytinga var sá vinningur margfalt hærri en venjan er, eða 1.270.806.970 krónur. Annar vinningur hefur hingað til hlaupið á tugum milljóna.
„Aldrei hefur stærri vinningur komið til landsins en eftir því sem næst verður komist er þessi risavinningur um fimm sinnum hærri en sá næststærsti hingað til,“ segir í tilkynningunni.
Vinningsmiðinn var keyptur á Lottó.is. Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni.