Bandarískir strandgæsluliðar í þjálfun við höfn í Reykjavík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 22:28 Skipið verður opið almenningi á föstudag og laugardag. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð ungmenni eru í þjálfun til starfa hjá bandarísku strandgæslunni um borð í tæplega hundrað metra löngu seglskipi sem kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18. Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bandaríska seglskipið Eagle lagði að landi í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Skipið er notað fyrir þjálfun nýliða í landhelgisgæslu Bandaríkjanna en það heldur til Bermúda í næstu viku. „Strandgæsluskólinn er í allt um 200 vikna reynsla. En þessar fimm til sex vikur um borð í Eagle fara í að veita þessum ungu langhelgisgæsluliðum fyrstu þjálfun við stýri og á útkikki, auk vélfræði,“ segir Michael Turdo, skipherra á Eagle. Michael Turdo er skipherra á Eagle.Vísir/Arnar Sjóliðinn Genzo Mathuas González prísar sig sælan að fá að ferðast með skipinu um höfin sjö. „Þetta er blessun. Þetta hefur verið erfið en mjög gefandi ferð. Þá þjálfun sem maður fær hér er ekki hægt að fá annars staðar.“ Skipið er hið glæsilegasta og hefur verið haldið í upprunalegt útlit þess en það var byggt árið 1936 og eru 190 manns eru í áhöfn skipsins. „Til að sigla skipinu þurfum við að hafa rúmlega hundrað manns um borð. Núna erum við með 191 um borð. Að koma öllum seglum upp útheimtir mikla vinnu og við viljum sigla,“ segir Michael. Genzo Mathuas González er í þjálfun á skipinu.Vísir/Arnar Skipið er 95 metra langt og er hæsta mastur skipsins í 50 metra hæð. Það er fréttamanni til efs að nemarnir á skipinu séu klæddir í hælaskó, líkt og hún sjálf var þegar hún freistaði þess að klifra upp stigann á mastrinu. „Að vera þarna uppi klukkan þrjú að nóttu og sjá ekkert nema stjörnurnar, bara vera úti á sjó og njóta reynslunnar,“ segir Genzo. Skipið verður opið almenningi á föstudaginn frá 12 til 20 og á sunnudag frá klukkan 13 til 18.
Bandaríkin Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira