Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag segir að til þess að markmiðinu verði náð, reyni á gott samstarf stjórnvalda og greinarinnar. Unnið verður að þessu markmiði með sameiginlegum aðgerðum á grunni tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi.
Markmiðið felur í sér eftirfarandi sjö skref:
- Meta fýsileika og mögulegar útfærslur kvótakerfisins fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi sen varðað getur leiðina að markmiðinu.
- Vinna drög að frumvarpi um skattalega ívilnun vegna fjárfestinga sem draga úr losun greinarinnar en falla utan nýsamþykkts frumvarps um grænar fjárfestingar.
- Móta áherslur fyrir stuðning opinberra sjóða við rannsóknir og þróun tengdum orkuskiptum í sjávarútvegi.
- Auka fræðslu í sjávarútvegi um leiðir til að draga úr losun við núverandi tæknistig.
- Endurbæta spálíkön um eldsneytisnotkun í sjávarútvegi.
- Kanna fýsileika íblöndunar endurnýjanlegs eldsneytis og kortleggja heimildir vélaframleiðenda á notkun slíks eldsneytis.
- Gera úttekt á áhrifum hækkandi kolefnisgjalds á losun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.
Náist markmiðið hefur verið stigið mikilvægt skref í átt að minni losun, enda er losun frá olíunotkun fiskiskipa um 18 prósent af heildarlosun á beinni ábyrgð Íslands.