Lemgo vann öruggan átta marka sigur á Bergischer, lokatölur 31-23. Leikurinn hefði átt að vera uppgjör hornamanna íslenska landsliðsins en Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með gestunum í kvöld.
Bjarki Már var hins vegar á sínum stað í liði Lemgo og endaði markahæstur allra á vellinum með sjö mörk í heildina.
Coburg jafnaði metin gegn Balingen-Weilstetten í síðustu sókn leiksins sem þýðir að Oddur og félagar hans eru enn í bullandi fallbaráttu. Oddur skoraði eitt mark í 27-27 jafntefli liðanna í kvöld.
Lemgo er í 10. sæti deildarinnar með 35 stig. Balingen-Weilstetten er í 16. sæti með 25 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.