„Algjör heiður að vera fyrirliði en allt liðið eru leiðtogar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 12:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. landsleik í dag. vísir/sigurjón Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins næstu mánuðina. Hún segir það mikinn heiður en segir marga leiðtoga í íslenska liðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Sjá meira