Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 11:10 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þau voru duglegust frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í að kaupa sér auglýsingar á Facebook. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26
Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42
Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28