Hallbera á bekknum á móti Írum og Áslaug Munda byrjar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 15:47 Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjar gegn Írum. getty/Gabriele Maltinti Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Írlandi í dag. Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, sem missti af leikjunum gegn Ítalíu í apríl og hefur ekki spilað fyrir landsliðið í níu mánuði, kemur inn í byrjunarliðið og er á miðjunni ásamt Alexöndru Jóhannsdóttur og fyrirliðanum Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í dag!Leikurinn hefst kl. 17:00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Vísi.Our starting lineup for the game against the Rep. of Ireland today!#dottir pic.twitter.com/WRm54oHWBJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 11, 2021 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er nýorðin tvítug, er í stöðu vinstri bakvarðar í stað Hallberu Gísladóttur, reyndasta leikmannsins í íslenska hópnum. Áslaug Munda leikur sinn fimmta landsleik í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem missti af Ítalíuleikjunum líkt og Dagný, stendur vaktina í miðri vörninni ásamt Glódísi Perlu Viggósdóttur sem leikur sinn 92. landsleik í dag. Elísa Viðarsdóttir er í stöðu hægri bakvarðar í sínum fertugasta landsleik. Sandra Sigurðardóttir stendur svo á milli stanganna. Elín Metta Jensen skoraði ekki í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins en hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum og er í byrjunarliðinu í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir sem byrjaði mjög vel í Svíþjóð en meiddist svo þarf að sætta sig við það að byrja á varamannabekknum. Nýkrýndur Þýskalandsmeistari, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, og markahæsti íslenski leikmaðurinn í Pepsi Max deildar kvenna, Agla María Albertsdóttir, byrja frammi með Elínu Mettu. Glódís Perla, Alexandra, Karólína Lea og Gunnhildur Yrsa hafa byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Þorsteins. Ísland og Írland mætast aftur á þriðjudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira