Ekki staðið við loforð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 13:30 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir miður að stór mál hafi ekki klárast fyrir þinglok. Vísir/Vilhelm Píratar eru ósáttir við að frumvarp um aflæpavæðingu neysluskammta hafi ekki náð fram að nýliðnu þingi líkt og þeim hafði verið lofað. Alþingi lauk störfum í nótt og eru þingmenn nú komnir í sumarfrí. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er ósáttur við að mikilvæg mál sem stóð til að klára á þessu kjörtímabili hafi ekki verið kláruð. „Það sem við erum náttúrulega mjög ósátt við er það að afglæpavæðing fíkniefnavörslu að hún sé ekki eins og lofað var að skyldi klára. Við fengum okkar atkvæðagreiðslu um það fyrir ári síðan. Það var fellt með því vilyrði að þetta yrði síðan samþykkt núna sem það var ekki. Það eru náttúrulega bara grundvallarréttindi svo ofboðslega margra sem eru bara utangarðs og lifa í raun og veru við mannréttindi eins og við þekktum kannski fyrir hundrað tvö hundrað árum síðan. Þannig að þessi réttindabót er eitthvað sem okkur svíður undan að hafi ekki verið náð í gegn.“ Jón Þór segir ljóst að þrátt fyrir að leiða ríkisstjórnina sé ljóst að Vinstri-grænir hafi ekki náð að ljúka málum sem flokkurinn hefur talið mikilvæg. „Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, afglæpavæðingin og hálendisþjóðgarðurinn þessi stóru mál eru ekki að skila sér í þessu stjórnarsamstarfi,“ Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. „Það virðist vera þetta í kortunum að landsmenn treysta Katrínu best til að vera forsætisráðherra og hún líklega hefur þá þessi spil að velja hvort hún þá áfram vill vera með íhaldsflokkunum eða hvort hún vill umbótastjórn sem að getur náð þessum málum í gegn og þá sér í lagi hvað okkur Pírata varðar stjórnarskrána sem er forsenda fyrir því að við förum í stjórnarsamtarf,“ segir Jón Þór. Alþingi Píratar Fíkn Tengdar fréttir Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39 Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Alþingi lauk störfum í nótt og eru þingmenn nú komnir í sumarfrí. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er ósáttur við að mikilvæg mál sem stóð til að klára á þessu kjörtímabili hafi ekki verið kláruð. „Það sem við erum náttúrulega mjög ósátt við er það að afglæpavæðing fíkniefnavörslu að hún sé ekki eins og lofað var að skyldi klára. Við fengum okkar atkvæðagreiðslu um það fyrir ári síðan. Það var fellt með því vilyrði að þetta yrði síðan samþykkt núna sem það var ekki. Það eru náttúrulega bara grundvallarréttindi svo ofboðslega margra sem eru bara utangarðs og lifa í raun og veru við mannréttindi eins og við þekktum kannski fyrir hundrað tvö hundrað árum síðan. Þannig að þessi réttindabót er eitthvað sem okkur svíður undan að hafi ekki verið náð í gegn.“ Jón Þór segir ljóst að þrátt fyrir að leiða ríkisstjórnina sé ljóst að Vinstri-grænir hafi ekki náð að ljúka málum sem flokkurinn hefur talið mikilvæg. „Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, afglæpavæðingin og hálendisþjóðgarðurinn þessi stóru mál eru ekki að skila sér í þessu stjórnarsamstarfi,“ Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum okkar í gær að vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. „Það virðist vera þetta í kortunum að landsmenn treysta Katrínu best til að vera forsætisráðherra og hún líklega hefur þá þessi spil að velja hvort hún þá áfram vill vera með íhaldsflokkunum eða hvort hún vill umbótastjórn sem að getur náð þessum málum í gegn og þá sér í lagi hvað okkur Pírata varðar stjórnarskrána sem er forsenda fyrir því að við förum í stjórnarsamtarf,“ segir Jón Þór.
Alþingi Píratar Fíkn Tengdar fréttir Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39 Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24 Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Líklega fundað fram á nótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að stjórnarflokkarnir starfi áfram saman eftir kosningar nái þeir meirihluta á þingi. Tvö stór mál Katrínar og flokks hennar náðu ekki fram að ganga á þessu kjörtímabili og segir hún málin ekki farin heldur verði unnið að þeim á næsta kjörtímabili. 12. júní 2021 18:39
Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 12. júní 2021 12:24
Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. 11. júní 2021 21:18
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent