Sælkerarölt í Reykholti í Biskupstungum í allt sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2021 20:06 Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins, sem gekk með hóp síðasta föstudag. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund með fjölmörgum stoppum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimagert konfekt, rúgbrauð bakað í hver og ný íslensk jarðarber, hindber og brómber er það sem gestir Sælkeraröltsins í Reykholti í Bláskógabyggð fá meðal annars að smakka á í göngu um þorpið alla föstudaga í sumar. Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sjá meira
Fyrsta Sælkerarölt sumarsins í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð var á föstudaginn en göngurnar verða alla föstudaga í sumar klukkan 11:00 og kostar ekkert að taka þátt. Sælkeraröltið sló í gegn síðasta sumar og því var ákveðið að ganga líka í sumar. Gangan hefst við veitingastaðinn Mika þar sem allir fá að smakka á konfekti búið til á staðnum. Því næst er haldið að hvernum í Reykholti þar sem Sigrún Erna býður upp á rúgbrauð, sem hún bakar í hvernum þar. Eftir það er farið í gróðrarstöðina Daga þar sem göngufólk fær að smakka á íslenskum jarðarberjum, hindberjum og brómberjum og gangan endar svo á Friðheimum þar sem stærsta tómataframleiðsla landsins fer fram. Knútur Rafn að fara yfir fjallahringinn séð frá Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Flestir, sem keyra í gegnum Reykholt keyra bara í gegnum þorpið en hér er svo margt að skoða og gaman að sjá og því mjög gaman að taka þátt í göngum sumarsins með okkur heimafólki. Staðurinn er náttúrulega merkilegur því hér er mikill jarðhiti og heilmikil saga líka, þannig að við erum að fara í gegnum það í göngunum. Félagsheimilið Aratunga er eitthvað sem margir þekkja, muna eftir og eiga góðar minningar frá og svo eru náttúrlega hér öflug fyrirtæki, mikil garðyrkja og mjög mikil uppbygging á síðustu árum,“ segir Knútur Rafn Ármann, einn af leiðsögumönnum sumarsins. Sigrún Erna, sem bakar rúgbrauð í hvernum í Reykholti býður göngugörpum upp á rúgbrauðið sitt með smjöri. Hún bakar þau í fernum í hvernum í um sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærstu ræktendur tómata, gúrkna og blóma eru með sína starfsemi í Reykholti en þá erum við að tala um gróðrarstöðvarnar Friðheima, Gufuhlíð og Espiflöt. Þið eruð greinilega að gera mjög góða hluti með þessum göngum? „Já, þetta er allavega ótrúlega skemmtilegt verkefni og við höfum fengið rosalega flott viðbrögð, ég hvet fólk til að koma á föstudögum og ganga með okkur,“ bætir Knútur við. Skrá þarf í göngurnar fyrir fram í gegnum netfangið fridheimar@fridheimar.is Þátttakendur í göngunum fá að smakka á íslenskum jarðarberjum, sem eru mikið lostæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið upp á konfekt frá Mika, sem þykir einstaklega gott.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Fleiri fréttir Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Sjá meira