Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 13:22 Í síðustu viku voru umsóknirnar 88 á dag að meðaltali. Það er mikil fjölgun miðað við í vikurnar apríl. Vísir/Óttar Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira