Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2021 13:22 Í síðustu viku voru umsóknirnar 88 á dag að meðaltali. Það er mikil fjölgun miðað við í vikurnar apríl. Vísir/Óttar Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni á síðustu vikum og mánuðum eru margir vafalaust farnir að huga að utanlandsferðum, þeim fyrstu í dágóðan tíma. Vegabréf landsmanna hafa hins vegar mörg hver legið óhreyfð síðasta eina og hálfa árið hið minnsta og hefur gildistími margra runnið sitt skeið. Helgi Harðarson, fagstjóri ökuskírteina og vegabréfa hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikil aukning hafi orðið í umsóknum á síðustu vikum. Þannig hafi umsóknirnar verið 69 talsins vikuna 12. til 16. apríl. Það gera fimmtán umsóknir á dag að meðaltali. Í síðustu viku, dagana 7. til 11. júní, voru umsóknirnar hins vegar 440 talsins, eða 88 á dag að meðaltali. Vika 14 er 6.-9. apríl, en vika 23 eru dagarnir 7.-11. júní. Umsóknum hjá sýslumanni hefur fjölgað mikið, og þá sér í lagi síðustu tvær vikurnar. Gömul saga og ný að fólk sé á síðustu stundu Helgi segir að það sé gömul saga og ný að fólk á leið til útlanda sé á síðustu stundu að endurnýja vegabréfið. „En það tekur ekki nema tvo virka daga að fá vegabréf núna. Áður tók þetta mun lengri tíma. Svo er það þannig að 2013 komu tíu ára vegabréfin. Áður voru fimm ára vegabréf, en þau eru núna öll útrunnin, þau síðustu 2018. Þessi tíu ára vegabréf renna ekki út fyrr en 2023, þau fyrstu sem gefin voru út. Þannig að þau vegabréf sem eru að renna út núna, það eru hjá þeim sem voru ekki orðin átján ára 2013. Það er sem sagt fyrst og fremst verið að endurnýja vegabréf barna núna, og svo eru nýir Íslendingar að sækja um. Svo eru auðvitað alltaf einhverjir að týna vegabréfum. En þetta er sem sagt ekki jafn mikið og þetta einu sinni var, þegar við vorum á Dalveginum,“ segir Helgi, en reglulega bárust fréttir af örtröð sem hafi myndast hjá sýslumanni þegar fólk sem var að sækja um nýtt vegabréf.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira