78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 17:09 Svandís Svavarsdóttir talar um að aflétta öllum takmörkunum í lok júní. Vísir/Vilhelm Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gaf út fyrr á þessu ári að þegar 75% fólks væri komið með fyrsta skammt yrði öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands aflétt. Á skýringarmynd með þeim áformum er meira að segja miðað við 280.000 en ekki 295.000, sem er fjöldinn í bólusetningarhópnum á boluefni.is. Miðað við töflu stjórnvalda eru því í raun um 83% Íslendinga komnir með ónæmi. Ísland er í þriðja sæti á heimsvísu yfir fjölda sem hefur fengið fyrstu bólusetningu, samanber Our World In Data. Afléttingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudaginn að „í lok júní“ væri stefnt að því að aflétta öllum takmörkunum innanlands. Ráðherra kynnti þá tilslakanir sem tóku gildi í dag, þar sem 300 mega koma saman. „Við erum að slaka í áttina að því að geta bara slakað alveg,“ sagði Svandís. Ef stjórnvöldum tekst að aflétta öllum takmörkunum fyrir lok mánaðar stenst tafla þeirra enn, enda er þar talað um að ráðist verði í það í „síðari hluta júní.“ Heilbrigðisráðherra hefur því 15 daga. „Ef allt heldur áfram að ganga svona vel þá mun það líka verða þannig að við getum losað um takmarkanir innanlands um mánaðamótin,“ sagði Svandís. Ráðherra bætti því við að strax 25. júní hefðu allir gjaldgengir Íslendingar fengið boð í fyrstu sprautuna af bóluefni. Mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á öðru en að skipuleggjendur stórra viðburða, svo sem Þjóðhátíðar og Menningarnætur, geti miðað við að blása til góðrar veislu. „Ráðherra hefur svo sem boðað að það yrði,“ segir Þórólfur. Hann nefnir þó að ráðherra eigi eftir að fá frá honum tillögur um afléttingar fyrir næstu mánaðamót. Góður gangur sé þó í bólusetningu og við á réttri leið. „Ef þetta gengur allt svona sé ég bara fyrir mér að við getum haldið áfram að létta innanlands og reynt að halda öllu öruggu á landamærum. Við ættum líka að geta létt á aðgerðum þar,“ segir Þórólfur. „Það eru mjög margir fullbólusettir og áfram mikill gangur í bólusetningu. Við ættum að vera komin með mikið og gott ónæmi eftir nokkrar vikur.“ Sóttvarnalæknir er bjartsýnn. „Mér finnst þetta líta bara mjög vel út.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39 Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54 Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Engir upplýsingafundir næstu vikur og uppfæra Covid.is sjaldnar Síðan covid.is verður framvegis uppfærð einungis á mánudögum og fimmtudögum og frá 1. júlí verður síðan einungis uppfærð á fimmtudögum. Þá verða ekki haldnir upplýsingafundir vegna kórónuveirunnar á næstu vikum nema þörf krefur. 15. júní 2021 12:39
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 15. júní 2021 10:54
Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi í dag Í dag taka gildi nýjar reglur um sóttvarnaaðgerðir. Fjöldatakmörk miðast nú við 300 manns og nándarreglan verður einn metri í stað tveggja. Þá er engin regla um nánd á sitjandi viðburðum en öllum skylt að bera grímu. 15. júní 2021 06:56