Telur ekki sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 20:55 Alma Möller landlæknir telur að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum á Landakoti. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir það ekki vera sitt hlutverk að fella dóm yfir stjórnendum Landspítalans vegna hópsýkingar á Landakoti. Hlutverk embættisins sé einungis að finna hvað hefði mátt fara betur. Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í dag voru birtar niðurstöður skýrslu landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti þar sem fimmtíu og sjö starfsmenn og fjörutíu og tveir sjúklingar smituðust. Alma Möller, landlæknir segist reyna að draga lærdóm af svo hræðilegum atburði. „Það er hlutverk landlæknis að rannsaka alvarleg atvik til að finna á þeim skýringar svo allt sé hægt að gera til að hindra að þau endurtaki sig,“ segir Alma Að sögn Ölmu er heilmikil umbótavinna farin af stað á Landakoti. Úrbæturnar snúa að skimunum, gerð viðbragðsáætlunar, sýkingavörnum, fræðslu starfsfólks og innra eftirliti. Hólfaskipting og smitvarnir ekki eins góð og talið var Hún segir ástæðu þess hve langan tíma tók að greina þá sem voru smitaðir af veirunni, vera sú að aðgerðarstjórnun hafi verið ábótavant og að skortur hafi verið á sýnatökum. Í skýrslunni kemur fram að margt hefði mátt fara betur hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Ófullkomin hólfaskipting vegur þungt í þessu, að mati landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með sjúklingum og starfsfólki. „Ég hugsa að menn hafi haldið að hólfaskiptingin væri betri en raun var á. Eins og fram hefur komið í skýrslu Landspítala, þá er húsnæðið svo sannarlega ekki að vinna með okkur í heimsfaraldri. Þannig ég held að menn hafi almennt haldið að bæði hólfaskipting og smitvarnir væru betri en raunin varð á,“ segir Alma Möller landlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01