Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 14:13 Slysið var í ágúst 2017, en fyrir dómi var sérstaklega deilt um gólfdúk sem hafði þá verið nýlagður. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira