Sergio Ramos brotnaði niður í kveðjuræðunni: Real dró tilboðið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 09:01 Sergio Ramos skoðar alla bikarana sem hann vann með Real Madrid. Getty/Helios de la Rubia Sergio Ramos kvaddi Real Madrid í sérstakri viðhöfn í gær og þar kom fram að kappinn ætlaði sér aldrei að yfirgefa félagið. Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira