Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Fólkið greindist með veiruna í skimun fyrir brottför í byrjun vikunnar. Vísir/vilhelm Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42