Borgarbyggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brottrekins sveitarstjóra Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 13:24 Frá Borgarnesi. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar. Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla. Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Gunnlaugur stefndi Borgarbyggð til greiðslu tæpra sextíu milljóna króna vegna uppsagnar sem hann taldi ólögmæta. Gunnlaugur var sveitarstjóri sveitarfélagsins frá 2016 til 2019, þegar honum var sagt upp störfum. Ástæða uppsagnarinnar var trúnaðarbrestur milli Gunnlaugs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í bréfi sveitarstjórnar til Gunnlaugs segir að ástæður fyrir brottrekstri stefnanda væru mismunandi sýn aðila á stjórnun sveitarfélagsins, skortur á verkstjórn og að hann hefði brotið trúnað í tengslum við stjórnsýsluúttekt á sveitarfélaginu. Gunnlaugur reisti dómkröfur sínar á því að Borgarbyggð hafi brotið með ólögmætum og saknæmum hætti gegn honum með því að segja honum upp störfum þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til þess eða samkvæmt þeim samningum sem um starfssambandið giltu. Ákvörðun Borgarbyggðar um uppsögnina hafi jafnframt verið ógild að stjórnsýslurétti, samkvæmt Gunnlaugi. Héraðsdómur telur að Gunnlaugur hafi ekki sýnt fram á fram á að Borgarbyggð hafi brotið gegn tilgreindum skráðum eða óskráðum reglum stjórnsýsluréttar er ákvörðun um uppsögn hans var tekin. Því var Borgarbyggð sýknuð af öllum kröfum Gunnlaugs. Borgarbyggð krafðist greiðslu málskostnaðar úr hendi Gunnlaugs en hann var látinn niður falla.
Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Dómsmál Borgarbyggð Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37 Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43 Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Gunnlaugur krefst 60 milljóna frá Borgarbyggð vegna uppsagnarinnar Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krafið það um 60 milljónir króna í bætur. 18. apríl 2020 09:37
Gunnlaugur höfðar mál á hendur Borgarbyggð Fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem hann vill meina að hafi varið ólögleg. 23. janúar 2020 08:43
Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum. 13. nóvember 2019 12:31