Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:50 Guðjón og Dagur B. Eggertsson í morgun. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við 100 gráðu hita. Vélin ræður hins vegar illa við niktótíntyggjó. Vísir/Reykjavíkurborg Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira