Myndskeið: Íslendingaslagur stöðvaður eftir að eldingu laust niður Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 17:40 Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði snemma leiks. Getty/Matteo Ciambelli Merkilegt atvik átti sér stað undir lok leiks Örebro og Kristianstad á heimavelli þeirra fyrrnefndu í síðasta leik dagsins í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eldingu laust niður á vellinum, eða í nánd við hann. Leikurinn var tímabundið flautaður af en Kristianstad vann að lokum 2-0 sigur. Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Kristianstad hafði misst Hammarby upp fyrir sig fyrr í dag en gat farið upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri. Örebro var í sjöunda sæti með tíu stig og gat jafnað Kristianstad að stigum með sigri. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru báðar í byrjunarliði Kristianstad í dag en Berglind Rós Ágústsdóttir byrjaði sömuleiðis hjá Örebro. Klippa: Mark Sveindísar Eftir aðeins fimm mínútna leik dró til tíðinda þegar Sveindís Jane Jónsdóttir fékk háan bolta inn fyrir vörn Örebro. Þar varð einhver meiriháttar misskilningur milli Tove Enblom, markvarðar Örebro, og miðvarðarins Sönnu Kunnberg, með þeim afleiðingum að Kunnberg skallaði boltann beint í höfuð markvarðarins. Af höfði Enblom féll boltinn fyrir fætur Sveindísar sem átti ekki í vandræðum með að afgreiða boltann í markið sem Enblom hafði skilið eftir autt. Þetta kómíska mark snemma leiks reyndist munurinn á liðunum. Aðstæður voru ekki þær bestu eftir því sem leið á leikinn þar sem gerði svakalega rigningu. Á 86. mínútu kom svo elding á vellinum svo bæði leikmenn, dómari og aðrir hrukku rækilega í kút. Dómarinn flautaði tímabundið af og allir leikmenn fóru til búningsherbergja. Þrumur og eldingar í Örebro vs Kristianstad. Leikur stöðvaður og leikmenn spretta inn í hús af vellinum. Þetta hef èg ekki séð áður. 87.minuta á klukkunni. Hvað gerist núna?— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) June 20, 2021 Leikurinn hófst á ný um 30 mínútum eftir að flautað hafði verið tímabundið af. Fjórar mínútur voru þá eftir auk uppbótartíma en Kristianstad gerði út um leikinn í uppbótartíma með marki hinnar norsku Theresu Åsland, sem var nýkomin inn á sem varamaður. Sif Atladóttir var tekinn af velli á 56. mínútu en Sveindís lék allan leikinn, líkt og Berglind Rós hjá Örebro. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro. Sigur Kristianstad skýtur liðinu upp í 3. sæti deildarinnar með 16 stig en Örebro er sem fyrr með 10 stig í 7. sæti. Myndskeið af því þegar eldingunni laust niður má sjá að neðan. Klippa: Elding á leik Örebro og Kristianstad Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira