Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:30 Þórdís Kolbrún er þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist ekki hafa talið sig eiga sigurinn vísan. Vísir/Vilhelm „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður beið lægri hlut í prófkjörinu, en hann hafði gefið út yfirlýsingu um að hann myndi ekki þiggja sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Þórdís segist hafa átt samtal við hann í dag og upplýst hann um að kjördæmið vilji að hann taki annað sætið. „Við höfum auðvitað unnið saman í mörg ár. Það hefur verið að hluta til óvenjulegt, hann hefur verið oddviti þetta kjörtímabil og ég síðan ráðherra og varaformaður, þannig að þetta hefur ekki allt verið eftir eftir bókinni, en við höfum unnið vel saman og erum fínt teymi. Þetta er einfaldlega ákvörðun sem hann einn getur tekið,“ segir Þórdís. Aðspurð segist hún ekki hafa upplifað að sér væri stillt upp við vegg með yfirlýsingunni. „Mér fannst yfirlýsingin í raun ekkert koma mér eða mínu framboði við. Að vissu leyti er þetta ákveðin yfirlýsing sem þýðir eitthvað og það kann að vera að einhverjir kjósendur hafi upplifað það þannig, en ég þori ekki að fullyrða það.“ Þrjár konur leiða nú í þremur kjördæmum; Þórdís í norðvestur, Guðrún Hafsteinsdóttir í Suðurkjördæmi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík. Kynjahlutföll í kjördæmunum sex eru því jöfn. „Ég er stolt af því. Við erum með margar sterkar konur ofarlega á lista og í ýmsum ábyrgðarstöðum Þetta verður í fyrsta sinn sem að þrjár konur leiða lista og einhverjir geta sagt að þetta skipti ekki máli en þetta hefur aldrei verið gert og þetta skiptir víst máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent