Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:51 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. „Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.” Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.”
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira