Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 21. júní 2021 11:57 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund skammtar áttu að berast af bóluefni AstraZeneca í vikunni. Þeir munu þó ekki koma í tækatíð til að nota þá í þessari viku og fresta því bólusetning með efninu fram í næstu viku. Um 20 þúsund á höfuðborgarsvæðinu eiga eftir að fá endurbólusetningu með AstraZeneca. „Það er einhver seinkun á sendingum frá AstraZeneca. Þetta er náttúrlega búið að vera svona, það hefur ýmislegt komið upp á með sendingar af þessum efni sem gerir það að verkum að það verður ekki hægt að bólusetja með því fyrr en í næstu viku,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Um 10 þúsund skammtar af Janssen verða gefnir á morgun og um 10 þúsund skammtar af Pfizer á miðvikudag. Við erum að klára handahófskenndu hópana. Þannig að það ættu allir að vera komnir með fyrsta boð. Þessi vika, þá erum við að klára þá sem eru að fá fyrstu skammtana. Næstu vikur, fram í júlí, verðum við eiginlega bara með endurbólusetningar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eftir klukkan tvö á morgun verður opið fyrir alla í bólusetningu með Janssen, sérstaklega þá sem eiga boð í bólusetningu en hafa hingað til ekki mætt, á meðan birgðir endast. Það á einnig við á miðvikudag eftir klukkan þrjú. Á morgun og miðvikudag verður þeim sem hafa áður sýkst af kórónuveirunni boðið í bólusetningu við kórónuveirunni. Hópurinn á höfuðborgarsvæðinu telur 4.500 manns. Sóttvarnalæknir mælir með bólusetningu fyrir þá sem hafa áður sýkst af Covid. „Nú er að koma niðurstöður úr rannsóknum sem sýna að það er sennilega heppilegt að bólusetja þá sem hafa fengið Covid þar sem mótefnasvar þeirra er þrengra og veigaminna en eftir tvær bólusetningar. Á þeim grunni munum við bjóða þeim í bólusetningu,“ segir Þórólfur. Eru þeir sem hafa sýkst af Covid með jafn góða vörn fyrir nýjum afbrigðum og þeir sem eru fullbólusettir? „Það virðist vera, en það spurning hvað það endist lengi og það er greinilegt af þeim rannsóknarniðurstöðum sem eru að koma núna að mótefnasvarið er ekki eins breytt og hjá bólusettum. Á þeim grunni er heppilegt að bólusetja þetta fólk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira