Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að mikið hafi reynt á ónæmið í samfélaginu að undanförnu hafi það staðiðst áraunina. Smit hafi greinst sem ekki náðu að dreifa úr sér. Hann hvetur fólk sem hefur smitast af Covid til að mæta í bólusetningu og vill horfa til gagna, en ekki tilfinningar, við ákvarðanatöku um að hætta að skima bólusetta á landamærunum.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum verður einnig farið yfir sögulegar vendingar í Svíþjóð en sænska ríkisstjórnin er fallin eftir að þingmenn samþykktu vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata í morgun.

Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn.

Nokkrir leita á bráðamóttöku Landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Hafnarfjarðarhöfn en von er á fleiri skemmtiferðaskipum til landsins í sumar en búist var við.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×