Á samfélagsmiðlum virðist sem Jón Gnarr faðir Frosta hafi gefið parið saman í einstakri athöfn. Að henni lokinni blés hann yfir þau sápukúlur. Brúðurin og afmælisbarnið klæddist gullfallegum rauðum síðkjól, í stíl við fallegan hring með eldrauðum steini. Frosti var klassískur í svörtu og hvítu.
Frosti er hönnuður og listamaður en Erla er förðunarfræðingur og eigandi Ekta, netverslunar sem sérhæfir sig í merkjavöru. Þau eiga saman tvo syni.
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson söng í brúðkaupsveislunni og sungu brúðhjón og gestir hátt með laginu Þegar þú komst inn í líf mitt. Hér fyrir neðan má sjá fallega mynd af brúðhjónunum nýgiftu.