Sigga Dögg um píkuþjálfun: „Hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. júní 2021 20:19 Kynfræðingurinn Sigga Dögg talar um píkuþjálfun og mikilvægi fræðslu um kynfæraheilsu í viðtali við Makamál. Samsett mynd „Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. Sigga Dögg hefur undanfarið talað mikið um svokallaða píkuþjálfun á samfélagsmiðlum og deilt sinni reynslu og upplifun í átaki sem hún sjálf fór í til þess að læra að gera æfingar og þjálfa píkuna. Hvað er píkuþjálfun og af hverju er mikilvægt að stunda hana? „Flestar konur vita af mikilvægi þess að þjálfa grindarbotnsvöðvana, sérstaklega þær sem spræna smá í brókina þegar þær hoppa á trampólíni, sippa eða bara þegar góður brandari er nálægt.“ Með því að þjálfa grindarbotninn er hægt að draga verulega úr þessum þvagleka leiðindum. Vegna þess og annara heilsufarsástæðna er því mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að þjálfa grindarbotninn vel. Með því að stunda reglulega píkuþjálfun er hægt að draga verulega úr vandamálum eins og þvagleka. Getty Þarf að gæta jafnvægis milli spennu og slökunar Á sama tíma segir Sigga það alltof oft gleymast að það sé einnig hægt að ofþjálfa grindarbotninn. „Einmitt, þetta vita ekki margir en vöðva er hægt að ofþjálfa og þá fara þeir í yfirspennu sem er alls ekki gott fyrir grindarbotninn.“ Hvernig mælir þú með því að konur þjálfi grindarbotninn? „Það þarf að muna að gæta jafnvægis. Þessi græja sem ég er að nota til að þjálfa minn grindarbotn bæði hjálpar honum að spenna en líka að slaka. Það eru svo margir sem klikka á þessu og halda að það eigi bara að spenna og spenna út í hið óendanlega en hér þarf klárlega að gæta að jafnvægi á milli slökunar og spennu.“ Hversu oft í viku ætti að gera æfingar? „Þetta prógramm sem ég er að fylgja eru sex vikur, annan hvern dag. Eftir það eru æfingar einu sinni í viku. Sumir segjast ætla að gera æfingar á hverjum degi, á rauðu ljósi í umferðinni eða þegar þær eru að þvo hendurnar. Persónulega held ég að það sé bara alltof, alltof mikið. Við spennum líka og notum grindarbotninn við allskonar hversdagsleg verkefni án þess að pæla sérstaklega í því.“ Betra fyrir heilsuna og kynlífið að vera með vel æfðan grindarbotn Sigga segir þær sem muni kannski ekki eftir því að gera eitthvað daglega að það sé sniðugt að fara í tímabundið átak og halda því svo við. Markmiðið ætti ekki að vera að verða einhver keppnis-kraftlyftingarpíka heldur bara skvísa sem meikar að hoppa oftar en tvisvar á trampólíninu án þess að bleyta brækurnar. Getur vel æfður grindarbotn haft áhrif á kynlífið? „Já algjörlega. Það skemmir ekki fyrir að samfarir geta orðið ánægjulegri því smurningin er betri og gripið ögn sterkara. Auðvitað er það bara plús og kannski ekki markmiðið í sjálfu sér, eða allavega ekki hjá mér. En alveg eins og með allt í líkamanum þá þarf að gæta að heilsunni og það er alveg jafnmikilvægt þegar kemur að píkunni eins og hverju öðru.“ Grindarbotninn er sérstaklega mikilvægur þegar við eldumst og því segir Sigga mikilvægt að sinna honum og þjálfa reglulega út lífið. Getty Hundleiðinlegt að pissa reglulega á sig Sigga segir að þjálfun píkunnar ætti að vera rútína sem helst ævina út þó svo að það gleymist við og við að sinna henni. „Grindarbotninn verður sérstaklega mikilvægur eftir því sem við eldumst vegna þess að píkan gengur í gegnum ýmsar breytingar sem fylgja aldrinum og breyttri hormónastarfsemi. Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna. Það er hundleiðinlegt að pissa reglulega smá á sig og ég tala nú ekki um vesenið og óþægindin sem geta fylgt þurrum leggöngum. Vandamálið við þurr leggöng segir Sigga ekki einskorðast við kynlífið heldur sé vandamálið mun víðtækara. „Leggöngin þurfa að geta smurt sig til að verja sig gegn óæskilegum bakteríum. Einnig verður ákveðin núningur í leggöngunum bara þegar við hreyfum okkur.“ Sigga Dögg vill meina að fræðsla um píkuheilsu og kynfæraheilsu sé verulega vanrækt. Getty Píkuheilsan vanrækt Af hverju heldur þú að það sé ekki meira talað um svokallaða píkuþjálfun í heilbrigðiskerfinu fyrst að þetta er greinilega eitthvað sem snýr að bættri kvenheilsu? „Píkuheilsa er gjarnan vanrækt en hún er svo mikilvæg því hún getur haft svo mikil áhrif á andlega líðan. Þegar maður veit að píkan er í ágætis málum og maður veit hvernig píkan virkar og hvað hún þarf til að viðhalda heilbrigði þá þarf oft ekkert svo mikið að pæla í því. Þá verður þetta bara hluti af rútínunni og af því hvernig við hugsum um okkur. Alveg jafn sjálfsagt og að bursta tennurnar. Ég hreinlega skil ekki af hverju okkur er ekki kennt hvað sé góð og eðlileg píkuheilsa. Ég hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur um hvernig maður eigi að læra inn á píkuna sína eins og um útferð og lykt og að nota ekki sápu. Er það bara píkuheilsa sem þér finnst vanta meiri fræðslu um af þessum toga eða á það sama við um typpi? „Já, algjörlega. Það eru ekki bara píkur og píkuheilsa sem vantar meiri fræðslu um heldur er lítið sem ekkert talað um typpi, þar er líka grindarbotn sem þarf að þjálfa. Mín skoðun er augljóslega sú að við tölum afskaplega lítið um kynfæraheilsu yfir höfuð.“ Sigga segir varhugavert að ofþjálfa grindarbotnsvöðvann því að ef vöðvar ofþjálfist geti þeir farið í yfirspennu. Getty Ekki nauðsynlegt að nota tæki til þjálfunar Hverju myndir þú ráðleggja konum sem vilja byrja að þjálfa grindarbotninn en vita ekki hvernig? „Það er góð byrjun að einfaldlega staðsetja vöðvann og það geturðu gert þegar þú ert að pissa. Það á samt alls ekki að gera æfinguna þá bara að reyna að finna hvar þú átt að kreppa vöðvann. Svo er þetta bara spurning um að kreppa og sleppa nokkrum sinnum yfir daginn. Það getur líka verið góð aðferð að sitja á stól, alveg á brúninni og spenna. En ef að rassinn fer upp þegar þú kreppir þá ertu að spenna hringvöðvann, það viljum við ekki.“ Sjálf reyni ég að ímynda mér að píkan sé að drekka hnausþykkan sjeik, heldur honum inni í tíu sekúndur og sleppir svo í tíu sekúndur. Það er nóg að gera þetta svona tíu sinnum og svo bara gefa sér pásu, kannski til næsta dags. Er betra að byrja að nota einhver hjálpartæki eða er það óþarfi? „Ég er að nota græju frá Eirberg en þá þarf ekkert endilega að kaupa neinar kúlur eða græjur út úr búð, bara að byrja. Ef þig svo vantar meira en bara þessar æfingar þá mætti skoða það að kaupa sér græjur.“ Manstu sjálf alltaf eftir því að gera æfingar? „Hjá mér poppar svo upp í símann minn „píkuþjálfun“ annan hvern dag á morgnana og það finnst mér nokkuð þægilegt. Ég skelli þá græjunni inn, flögra um á samfélagsmiðlum í tíu mínútur og þá er ég bara góð,“ segir Sigga Dögg að lokum. Heilbrigðismál Kynlíf Kvenheilsa Tengdar fréttir Um helmingur segist ekki sofa í faðmlögum Í spurningu síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis í hvernig stellingu þeim finnist best að sofa með maka sínum. Svefn í faðmlögum, hvort sem það er í teskeið, matarskeið eða gamli góði gaffallinn, virðist höfða til rétt rúmlega helmings lesenda. 20. júní 2021 20:22 „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Spurning vikunnar: Hvernig viltu helst hafa fyrsta stefnumótið? Hvaða aðstæður eru áskjósanlegastar fyrir fyrsta stefnumótið. Þessa fyrstu stund sem þú hittir manneskju til að sjá hvort að eitthvað sé til staðar, einhver neisti eða áhugi til að kynnast betur. 18. júní 2021 09:36 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sigga Dögg hefur undanfarið talað mikið um svokallaða píkuþjálfun á samfélagsmiðlum og deilt sinni reynslu og upplifun í átaki sem hún sjálf fór í til þess að læra að gera æfingar og þjálfa píkuna. Hvað er píkuþjálfun og af hverju er mikilvægt að stunda hana? „Flestar konur vita af mikilvægi þess að þjálfa grindarbotnsvöðvana, sérstaklega þær sem spræna smá í brókina þegar þær hoppa á trampólíni, sippa eða bara þegar góður brandari er nálægt.“ Með því að þjálfa grindarbotninn er hægt að draga verulega úr þessum þvagleka leiðindum. Vegna þess og annara heilsufarsástæðna er því mikilvægt að konur séu meðvitaðar um að þjálfa grindarbotninn vel. Með því að stunda reglulega píkuþjálfun er hægt að draga verulega úr vandamálum eins og þvagleka. Getty Þarf að gæta jafnvægis milli spennu og slökunar Á sama tíma segir Sigga það alltof oft gleymast að það sé einnig hægt að ofþjálfa grindarbotninn. „Einmitt, þetta vita ekki margir en vöðva er hægt að ofþjálfa og þá fara þeir í yfirspennu sem er alls ekki gott fyrir grindarbotninn.“ Hvernig mælir þú með því að konur þjálfi grindarbotninn? „Það þarf að muna að gæta jafnvægis. Þessi græja sem ég er að nota til að þjálfa minn grindarbotn bæði hjálpar honum að spenna en líka að slaka. Það eru svo margir sem klikka á þessu og halda að það eigi bara að spenna og spenna út í hið óendanlega en hér þarf klárlega að gæta að jafnvægi á milli slökunar og spennu.“ Hversu oft í viku ætti að gera æfingar? „Þetta prógramm sem ég er að fylgja eru sex vikur, annan hvern dag. Eftir það eru æfingar einu sinni í viku. Sumir segjast ætla að gera æfingar á hverjum degi, á rauðu ljósi í umferðinni eða þegar þær eru að þvo hendurnar. Persónulega held ég að það sé bara alltof, alltof mikið. Við spennum líka og notum grindarbotninn við allskonar hversdagsleg verkefni án þess að pæla sérstaklega í því.“ Betra fyrir heilsuna og kynlífið að vera með vel æfðan grindarbotn Sigga segir þær sem muni kannski ekki eftir því að gera eitthvað daglega að það sé sniðugt að fara í tímabundið átak og halda því svo við. Markmiðið ætti ekki að vera að verða einhver keppnis-kraftlyftingarpíka heldur bara skvísa sem meikar að hoppa oftar en tvisvar á trampólíninu án þess að bleyta brækurnar. Getur vel æfður grindarbotn haft áhrif á kynlífið? „Já algjörlega. Það skemmir ekki fyrir að samfarir geta orðið ánægjulegri því smurningin er betri og gripið ögn sterkara. Auðvitað er það bara plús og kannski ekki markmiðið í sjálfu sér, eða allavega ekki hjá mér. En alveg eins og með allt í líkamanum þá þarf að gæta að heilsunni og það er alveg jafnmikilvægt þegar kemur að píkunni eins og hverju öðru.“ Grindarbotninn er sérstaklega mikilvægur þegar við eldumst og því segir Sigga mikilvægt að sinna honum og þjálfa reglulega út lífið. Getty Hundleiðinlegt að pissa reglulega á sig Sigga segir að þjálfun píkunnar ætti að vera rútína sem helst ævina út þó svo að það gleymist við og við að sinna henni. „Grindarbotninn verður sérstaklega mikilvægur eftir því sem við eldumst vegna þess að píkan gengur í gegnum ýmsar breytingar sem fylgja aldrinum og breyttri hormónastarfsemi. Við leggjum allskonar álag á píkuna eins og meðgöngu og fæðingu og þess vegna getur rétt þjálfun skipt miklu máli upp á heilsu og lífsgæði kvenna. Það er hundleiðinlegt að pissa reglulega smá á sig og ég tala nú ekki um vesenið og óþægindin sem geta fylgt þurrum leggöngum. Vandamálið við þurr leggöng segir Sigga ekki einskorðast við kynlífið heldur sé vandamálið mun víðtækara. „Leggöngin þurfa að geta smurt sig til að verja sig gegn óæskilegum bakteríum. Einnig verður ákveðin núningur í leggöngunum bara þegar við hreyfum okkur.“ Sigga Dögg vill meina að fræðsla um píkuheilsu og kynfæraheilsu sé verulega vanrækt. Getty Píkuheilsan vanrækt Af hverju heldur þú að það sé ekki meira talað um svokallaða píkuþjálfun í heilbrigðiskerfinu fyrst að þetta er greinilega eitthvað sem snýr að bættri kvenheilsu? „Píkuheilsa er gjarnan vanrækt en hún er svo mikilvæg því hún getur haft svo mikil áhrif á andlega líðan. Þegar maður veit að píkan er í ágætis málum og maður veit hvernig píkan virkar og hvað hún þarf til að viðhalda heilbrigði þá þarf oft ekkert svo mikið að pæla í því. Þá verður þetta bara hluti af rútínunni og af því hvernig við hugsum um okkur. Alveg jafn sjálfsagt og að bursta tennurnar. Ég hreinlega skil ekki af hverju okkur er ekki kennt hvað sé góð og eðlileg píkuheilsa. Ég hefði viljað vita svo miklu meira sem unglingur um hvernig maður eigi að læra inn á píkuna sína eins og um útferð og lykt og að nota ekki sápu. Er það bara píkuheilsa sem þér finnst vanta meiri fræðslu um af þessum toga eða á það sama við um typpi? „Já, algjörlega. Það eru ekki bara píkur og píkuheilsa sem vantar meiri fræðslu um heldur er lítið sem ekkert talað um typpi, þar er líka grindarbotn sem þarf að þjálfa. Mín skoðun er augljóslega sú að við tölum afskaplega lítið um kynfæraheilsu yfir höfuð.“ Sigga segir varhugavert að ofþjálfa grindarbotnsvöðvann því að ef vöðvar ofþjálfist geti þeir farið í yfirspennu. Getty Ekki nauðsynlegt að nota tæki til þjálfunar Hverju myndir þú ráðleggja konum sem vilja byrja að þjálfa grindarbotninn en vita ekki hvernig? „Það er góð byrjun að einfaldlega staðsetja vöðvann og það geturðu gert þegar þú ert að pissa. Það á samt alls ekki að gera æfinguna þá bara að reyna að finna hvar þú átt að kreppa vöðvann. Svo er þetta bara spurning um að kreppa og sleppa nokkrum sinnum yfir daginn. Það getur líka verið góð aðferð að sitja á stól, alveg á brúninni og spenna. En ef að rassinn fer upp þegar þú kreppir þá ertu að spenna hringvöðvann, það viljum við ekki.“ Sjálf reyni ég að ímynda mér að píkan sé að drekka hnausþykkan sjeik, heldur honum inni í tíu sekúndur og sleppir svo í tíu sekúndur. Það er nóg að gera þetta svona tíu sinnum og svo bara gefa sér pásu, kannski til næsta dags. Er betra að byrja að nota einhver hjálpartæki eða er það óþarfi? „Ég er að nota græju frá Eirberg en þá þarf ekkert endilega að kaupa neinar kúlur eða græjur út úr búð, bara að byrja. Ef þig svo vantar meira en bara þessar æfingar þá mætti skoða það að kaupa sér græjur.“ Manstu sjálf alltaf eftir því að gera æfingar? „Hjá mér poppar svo upp í símann minn „píkuþjálfun“ annan hvern dag á morgnana og það finnst mér nokkuð þægilegt. Ég skelli þá græjunni inn, flögra um á samfélagsmiðlum í tíu mínútur og þá er ég bara góð,“ segir Sigga Dögg að lokum.
Heilbrigðismál Kynlíf Kvenheilsa Tengdar fréttir Um helmingur segist ekki sofa í faðmlögum Í spurningu síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis í hvernig stellingu þeim finnist best að sofa með maka sínum. Svefn í faðmlögum, hvort sem það er í teskeið, matarskeið eða gamli góði gaffallinn, virðist höfða til rétt rúmlega helmings lesenda. 20. júní 2021 20:22 „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Spurning vikunnar: Hvernig viltu helst hafa fyrsta stefnumótið? Hvaða aðstæður eru áskjósanlegastar fyrir fyrsta stefnumótið. Þessa fyrstu stund sem þú hittir manneskju til að sjá hvort að eitthvað sé til staðar, einhver neisti eða áhugi til að kynnast betur. 18. júní 2021 09:36 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál „Hann er til í allar heimsins hugmyndir með mér“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Um helmingur segist ekki sofa í faðmlögum Í spurningu síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis í hvernig stellingu þeim finnist best að sofa með maka sínum. Svefn í faðmlögum, hvort sem það er í teskeið, matarskeið eða gamli góði gaffallinn, virðist höfða til rétt rúmlega helmings lesenda. 20. júní 2021 20:22
„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01
Spurning vikunnar: Hvernig viltu helst hafa fyrsta stefnumótið? Hvaða aðstæður eru áskjósanlegastar fyrir fyrsta stefnumótið. Þessa fyrstu stund sem þú hittir manneskju til að sjá hvort að eitthvað sé til staðar, einhver neisti eða áhugi til að kynnast betur. 18. júní 2021 09:36