Aldrei verið með plan B Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:30 Pálmi Ragnar Ásgeirsson er einn vinsælasti pródúsent landsins og rekur einnig útgáfufyrirtækið Rok Records Bransakjaftæði Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. „Ég er búinn að vera með markmið síðan ég kláraði Versló, að semja stærsta lag í heimi.“ Pálmi telur að hugarfarið sé lykillinn að hans velgengni og ástæða þessa að hann nær að vinna að tónlistinni í fullu starfi. „Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að vita að það er ekkert annað, mig langar ekkert í nám eða að gera eitthvað annað.“ Hann viðurkennir að höfnun sé aldrei skemmtileg og auðvitað sé erfitt að heyra að lag sem þú lagðir allt þitt í fær ekki spilun einhvers staðar. Hann lætur það samt aldrei draga úr sér. Í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði ræðir Pálmi Ragnar um starfið sitt, til dæmis um vinnuna með tónlistarkonunni Bríet. Svo talaði hann um Stop Wait Go tímabilið, Nylon samstarfið, tónlistarbransann hér á landi og margt fleira. . Einnig rekur hann útgáfufyrirtækið Rok Records og býr yfir mikilli þekkingu á tónlistarbransanum. Hann hefur m.a gert tónlist með BRÍET, Glowie, Tómasi Welding og Huginn. Hann stofnaði pródúsentaþríeykið StopWaitGo með Ásgeiri Orra, bróður sínum, og Sæþóri Kristjánssyni. Þeir fluttu til Los Angeles í byrjun síðasta áratugs og skrifuðu undir samning sem þeir hefðu ekki átt að gera. Hér segir Pálmi frá því hvað hann hefur lært af slæmum samningum, markmiðum sínum sem pródúsent, hvernig sé best að gefa út tónlist og margt fleira. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Pálmi Ragnar Ásgeirsson Undarlegt fyrirkomulag Einnig barst talið að Eurovision og segir Pálmi Ragnar að RÚV sitji á peningum sem ættu að renna til íslenskra listamanna. „Mér finnst mjög undarlegt að RÚV taki í raun og veru í kringum helminginn, og það var á einhverjum tímapunkti hundrað prósent, útgáfuréttar lags sem er samið fyrir keppnina.“ Pálmi segir að RÚV haldi vissulega keppnina en sé samt líka opinbert hlutafélag í fjárlögum. „Af hverju á íslenska ríkið, bókstaflega að eiga helminginn af masternum mínum?“ Bergþór Másson þáttastjórnandi tekur Think about things sem dæmi, sem ætti að hafa skilað um 35 milljónum í tekjur bara í gegnum Spotify spilanir. „Við erum að tala þá um að RÚV hafi grætt 17,5 milljónir er það ekki?“ Pálmi staðfestir það og segir þetta vera galið. „Mér finnst að RÚV sem menningarstofnun eigi að líta á þetta sem tækifæri fyrir það að fá rjómann af íslenskum lagahöfundum og pródúsentum og artistum inn í þessa keppni, en ekki horfa á þetta sem tækifæri til þess að græða á lítið þekktum lagahöfundum og pródúsentum og listamönnum sem kunna ekki leikinn.“ Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16. Bransakjaftæði Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31 „Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 21. júlí 2021 17:04 Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. 14. júlí 2021 14:30 „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
„Ég er búinn að vera með markmið síðan ég kláraði Versló, að semja stærsta lag í heimi.“ Pálmi telur að hugarfarið sé lykillinn að hans velgengni og ástæða þessa að hann nær að vinna að tónlistinni í fullu starfi. „Ég held að það hafi hjálpað mér mikið að vita að það er ekkert annað, mig langar ekkert í nám eða að gera eitthvað annað.“ Hann viðurkennir að höfnun sé aldrei skemmtileg og auðvitað sé erfitt að heyra að lag sem þú lagðir allt þitt í fær ekki spilun einhvers staðar. Hann lætur það samt aldrei draga úr sér. Í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði ræðir Pálmi Ragnar um starfið sitt, til dæmis um vinnuna með tónlistarkonunni Bríet. Svo talaði hann um Stop Wait Go tímabilið, Nylon samstarfið, tónlistarbransann hér á landi og margt fleira. . Einnig rekur hann útgáfufyrirtækið Rok Records og býr yfir mikilli þekkingu á tónlistarbransanum. Hann hefur m.a gert tónlist með BRÍET, Glowie, Tómasi Welding og Huginn. Hann stofnaði pródúsentaþríeykið StopWaitGo með Ásgeiri Orra, bróður sínum, og Sæþóri Kristjánssyni. Þeir fluttu til Los Angeles í byrjun síðasta áratugs og skrifuðu undir samning sem þeir hefðu ekki átt að gera. Hér segir Pálmi frá því hvað hann hefur lært af slæmum samningum, markmiðum sínum sem pródúsent, hvernig sé best að gefa út tónlist og margt fleira. Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bransakjaftæði - Pálmi Ragnar Ásgeirsson Undarlegt fyrirkomulag Einnig barst talið að Eurovision og segir Pálmi Ragnar að RÚV sitji á peningum sem ættu að renna til íslenskra listamanna. „Mér finnst mjög undarlegt að RÚV taki í raun og veru í kringum helminginn, og það var á einhverjum tímapunkti hundrað prósent, útgáfuréttar lags sem er samið fyrir keppnina.“ Pálmi segir að RÚV haldi vissulega keppnina en sé samt líka opinbert hlutafélag í fjárlögum. „Af hverju á íslenska ríkið, bókstaflega að eiga helminginn af masternum mínum?“ Bergþór Másson þáttastjórnandi tekur Think about things sem dæmi, sem ætti að hafa skilað um 35 milljónum í tekjur bara í gegnum Spotify spilanir. „Við erum að tala þá um að RÚV hafi grætt 17,5 milljónir er það ekki?“ Pálmi staðfestir það og segir þetta vera galið. „Mér finnst að RÚV sem menningarstofnun eigi að líta á þetta sem tækifæri fyrir það að fá rjómann af íslenskum lagahöfundum og pródúsentum og artistum inn í þessa keppni, en ekki horfa á þetta sem tækifæri til þess að græða á lítið þekktum lagahöfundum og pródúsentum og listamönnum sem kunna ekki leikinn.“ Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði er hlaðvarpshluti Tónatals, sem miðar að því að efla þekkingu þeirra sem starfa við tónlist og stuðningsumhverfi þeirra. Bransakjaftæði er unnið í samvinnu við Útvarp 101 og Bergþór Másson er þáttarstjórnandi annarrar seríu. Tónatal er samstarfsverkefni ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, STEF, SFH og Íslandsstofu. Þættirnir birtast vikulega á Spotify og Vísi en jafnframt verða þeir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16.
Bransakjaftæði Tónlist Eurovision Tengdar fréttir Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31 „Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 21. júlí 2021 17:04 Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. 14. júlí 2021 14:30 „Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Sjá meira
Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. 14. júní 2021 16:31
„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 21. júlí 2021 17:04
Sér hvað listamenn sem hún vinnur með eru ástríðufullir Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar. 14. júlí 2021 14:30
„Það var mikið gert grín að okkur“ Egill Ástráðsson hóf störf í tónlistarbransanum mjög ungur. Þegar hann var enn nemandi í MR var hann kominn á fullt í tónlistarsenuna hér á landi. 7. júlí 2021 13:31