Telur orðróm um að ungt fólk svindli á bólusetningu hæpinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 13:17 Ragnheiður Ósk sá um að draga árgangahópa í bólusetningarröð. Hún segist ekki hafa orðið þess áskynja að ungt fólk reyni að fá bólusetningarvottorð án þess að vera bólusett. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist ekki hafa orðið var við það að ungt fólk mæti í bólusetningu í Laugardalshöll, láti skanna strikamerkið sitt og yfirgefi svo svæðið án þess að fá sprautu. Með því væri hægt að fá bólusetningarvottorð án þess að hljóta fulla bólusetningu. Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Svo virðist sem einhver orðrómur þess efnis sé á kreiki á samfélagsmiðlum að ungt fólk stundi að svíkjast undan bólusetningu eftir að hafa tryggt sér bólusetningarskírteini. Orðið á götunni er að ungt fólk mæti í bólusetningu, skanni sig inn og láti sig svo hverfa áður en það er búið að sprauta það.Heimskan í fyrirrúmi atarna.Þau eru samt auðvitað komin með bólusetningarvottorð 🤯— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) June 23, 2021 „Það sem við tökum kannski sérstaklega eftir er að fólk verði kvíðið og vilji hætta við. En við trúum ekki á brotavilja fólks til að gera svona,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni, í samtali við Vísi. Hún segir að þegar svo beri undir, að fólk vilji hætta við bólusetningu, þá sé það sérstaklega skráð til baka í kerfinu, svo bólusetningarvottorð séu ekki send á óbólusetta einstaklinga. „Við reynum að fylgjast með þessu. Lögreglan er að fylgjast með röðunum og við reynum að grípa alla ef einhver fer afsíðis eða stendur upp og fer. Það ætti að vera erfitt að komast í gegnum þetta hjá okkur, þó það gæti verið að einhverjum hafi tekist það. En það er okkar lína að fólk vilji vera heiðarlegt og hjálpa okkur, þannig að við gerum þetta saman.“ Unga fólkið almennt ekki til vandræða Fólki sem hafi snúist hugur um bólusetninguna sé boðið að koma afsíðis og fá bólusetningu þar eða bjóða því aðra aðstöðu. Ef það gangi ekki sé fólk skráð úr kerfinu. Ragnheiður telur því ekki að um sé að ræða útbreitt vandamál meðal ungs fólks, sem hún segir hið almennilegasta í tengslum við bólusetningarnar. „Þau eru mjög flott og dugleg í þessu. Núna erum við með 2005 árganginn og hann er alveg að brillera í gegn hjá okkur með góðri mætingu,“ segir Ragnheiður. Þegar fréttastofa ræddi við Ragnheiði um klukkan eitt í dag var búið að bólusetja með um sex þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um sex þúsund skammtar voru því eftir og góður gangur á bólusetningum samkvæmt Ragnheiði.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Pfizer-bólusetning í dag: Tólf þúsund skammtar til Bólusetningum verður fram haldið í Laugardalshöll í Reykjavík í dag, en bólusett verður með bóluefni Pfizer. Um er að ræða seinni bólusetningu og þá verður haldið áfram með aldurshópa sem dregnir voru af handahófi. 23. júní 2021 08:36